Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 09:01 Það er fullt af íþróttafólki á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar. Vanda Sigurgeirsdóttir, Martha Ernstsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Birgir Leifur Hafþórsson og Anton Sveinn McKee eru þar á meðal. Samsett/Vísir Fjöldi íþróttafólks er á framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar sem fara fram á morgun. Í hópnum eru meðal annars Ólympíufarar, landsliðsfólk, ofurhlauparar og forkólfar íþróttasérsambanda. Vísir hefur safnað saman nöfnum íþróttafólks á listum stjórnmálaflokkanna, sem sjá má hér að neðan. Ljóst er að þessi listi er ekki tæmandi en þarna má engu að síður finna fullt af fólki sem fjallað hefur verið um í íþróttafréttum í gegnum árin. Miðað var við að fólk væri enn virkt í sinni íþrótt eða hefði þá afrekað mikið á ferlinum - til að mynda spilað landsleiki eða komist á Ólympíuleika - stýrt sérsambandi innan ÍSÍ eða komið að íþróttamálum með öðrum áberandi hætti. Sem sagt alveg sérstaklega loðin viðmið, mögulega í anda pólitíkurinnar, og þiggur blaðamaður ábendingar um viðbætur. Fjöldi íþróttafólks í framboði virðist mjög breytilegur á milli kjördæma, eins og sjá má hér að neðan. Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur Norðvestur Í framboði eru sem sagt til að mynda að minnsta kosti þrír Ólympíufarar. Anton Sveinn McKee er nánast nýstiginn upp úr lauginni eftir sína fjórðu Ólympíuleika í sumar, og þau Martha Ernstsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, í maraþoni og siglingum. Hjólreiðakempan Hafsteinn Ægir Geirsson er í framboði. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Sydney, í siglingum.Instagram/@hafsteinngeirsson Eins og sjá má er enginn frambjóðandi í suður- eða norðausturkjördæmi á listanum, þó að eflaust sé þar fullt af fólki sem áhugasamt er um íþróttir. Þá er ekki á listanum fólk sem sinnir til dæmis stjórnunarstörfum hjá íþróttafélögunum í landinu. Einnig mætti til dæmis nefna leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson (Framsókn) sem stofnaði Knattspyrnufélagið Árvakur. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson (Samfylking) er fyrrverandi borðtennisspilari, Völsungurinn Hafrún Olgeirsdóttir (Sjálfstæðisflokkur) er skráð með 129 mörk í meistaraflokki í fótbolta, Steingrímur J. Sigfússon (Vinstri græn) var nú eitt sinn íþróttafréttamaður, Björn Bjarki Þorsteinsson (Sjálfstæðisflokkur) lék fjölda körfuboltaleikja fyrir Skallagrím, Nói Björnsson (Samfylking) er formaður Þórs og gömul fótboltakempa, og þannig mætti eflaust áfram telja. Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson eru mikið íþróttafólk. Þegar horft er til skoðanakannana er ljóst að flest af íþróttafólkinu sem hér hefur verið nefnt er ekki á leið inn á þing, en þó nokkrir. Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn) er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og heldur pottþétt sæti sínu á þingi, og heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi, þó að margir sakni hans sem fótboltaþjálfara. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður gullaldarliðs ÍA, er oddviti Sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi og Hannes S. Jónsson, áður formaður og nú framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er í 2. sæti Samfylkingar í sama kjördæmi. Þetta keppnisfólk fylgist eflaust spennt með því þegar fyrstu tölur fara að berast annað kvöld. Kosningasjónvarp fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefst þá klukkan 19:50. Þar birtast nýjustu tölur auk þess sem flakkað verður á milli kosningavaka frambjóðenda og tekið á móti góðum gestum í myndver. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Fótbolti Handbolti Kraftlyftingar Hlaup Golf Sund Körfubolti Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Mest lesið Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Í beinni: Real Madrid - Getafe | Meistararnir í eltingaleik Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Sjá meira
Vísir hefur safnað saman nöfnum íþróttafólks á listum stjórnmálaflokkanna, sem sjá má hér að neðan. Ljóst er að þessi listi er ekki tæmandi en þarna má engu að síður finna fullt af fólki sem fjallað hefur verið um í íþróttafréttum í gegnum árin. Miðað var við að fólk væri enn virkt í sinni íþrótt eða hefði þá afrekað mikið á ferlinum - til að mynda spilað landsleiki eða komist á Ólympíuleika - stýrt sérsambandi innan ÍSÍ eða komið að íþróttamálum með öðrum áberandi hætti. Sem sagt alveg sérstaklega loðin viðmið, mögulega í anda pólitíkurinnar, og þiggur blaðamaður ábendingar um viðbætur. Fjöldi íþróttafólks í framboði virðist mjög breytilegur á milli kjördæma, eins og sjá má hér að neðan. Reykjavík norður Reykjavík suður Suðvestur Norðvestur Í framboði eru sem sagt til að mynda að minnsta kosti þrír Ólympíufarar. Anton Sveinn McKee er nánast nýstiginn upp úr lauginni eftir sína fjórðu Ólympíuleika í sumar, og þau Martha Ernstsdóttir og Hafsteinn Ægir Geirsson kepptu bæði á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000, í maraþoni og siglingum. Hjólreiðakempan Hafsteinn Ægir Geirsson er í framboði. Hann keppti á Ólympíuleikunum í Sydney, í siglingum.Instagram/@hafsteinngeirsson Eins og sjá má er enginn frambjóðandi í suður- eða norðausturkjördæmi á listanum, þó að eflaust sé þar fullt af fólki sem áhugasamt er um íþróttir. Þá er ekki á listanum fólk sem sinnir til dæmis stjórnunarstörfum hjá íþróttafélögunum í landinu. Einnig mætti til dæmis nefna leikstjórann Friðrik Þór Friðriksson (Framsókn) sem stofnaði Knattspyrnufélagið Árvakur. Pétur Marteinn Urbancic Tómasson (Samfylking) er fyrrverandi borðtennisspilari, Völsungurinn Hafrún Olgeirsdóttir (Sjálfstæðisflokkur) er skráð með 129 mörk í meistaraflokki í fótbolta, Steingrímur J. Sigfússon (Vinstri græn) var nú eitt sinn íþróttafréttamaður, Björn Bjarki Þorsteinsson (Sjálfstæðisflokkur) lék fjölda körfuboltaleikja fyrir Skallagrím, Nói Björnsson (Samfylking) er formaður Þórs og gömul fótboltakempa, og þannig mætti eflaust áfram telja. Hanna Katrín Friðriksson og Willum Þór Þórsson eru mikið íþróttafólk. Þegar horft er til skoðanakannana er ljóst að flest af íþróttafólkinu sem hér hefur verið nefnt er ekki á leið inn á þing, en þó nokkrir. Hanna Katrín Friðriksson (Viðreisn) er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og heldur pottþétt sæti sínu á þingi, og heilbrigðisráðherrann Willum Þór Þórsson er oddviti Framsóknar í suðvesturkjördæmi, þó að margir sakni hans sem fótboltaþjálfara. Ólafur Adolfsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður gullaldarliðs ÍA, er oddviti Sjálfstæðismanna í norðvesturkjördæmi og Hannes S. Jónsson, áður formaður og nú framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er í 2. sæti Samfylkingar í sama kjördæmi. Þetta keppnisfólk fylgist eflaust spennt með því þegar fyrstu tölur fara að berast annað kvöld. Kosningasjónvarp fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hefst þá klukkan 19:50. Þar birtast nýjustu tölur auk þess sem flakkað verður á milli kosningavaka frambjóðenda og tekið á móti góðum gestum í myndver.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Fótbolti Handbolti Kraftlyftingar Hlaup Golf Sund Körfubolti Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30 Mest lesið Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Enski boltinn Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Fleiri fréttir Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Í beinni: Liverpool - Man. City | Stórleikur á Anfield Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Í beinni: Real Madrid - Getafe | Meistararnir í eltingaleik Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Jón Axel frábær í sigri toppliðsins NFL stórstjarnan trúlofaðist Hollywood stjörnu Stelpur sem geta lúðrað á markið Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Sjá meira
Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Nú þegar styttist í Alþingiskosningar bað Vísir stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu að svara því hver stefna þeirra væri varðandi stuðning við íslenskt afreksfólk í íþróttum. Á morgun birtast svör þeirra varðandi stefnu í málefnum þjóðarleikvanga. 23. nóvember 2024 09:30
Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Ný þjóðarhöll fyrir inniíþróttir, nýr knattspyrnuleikvangur og nýr frjálsíþróttaleikvangur eru á meðal þess sem íslensk landslið bíða eftir. Vísir spurði stjórnmálaflokkana sem bjóða fram á landsvísu í komandi Alþingiskosningum út í stefnu þeirra í þessum málum. 24. nóvember 2024 09:30