Körfubolti

Haukakonur léku sér að ný­liðunum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lore Devos var frábær í Haukaliðinu eins og oft áður í vetur.
Lore Devos var frábær í Haukaliðinu eins og oft áður í vetur. Vísir/Diego

Haukar komust aftur á sigurbraut í Bónus deild kvenna í körfubolta með stórsigri á nýliðum Hamars/Þórs í kvöld en leikurinn var spilaður í Þorlákshöfn í kvöld.

Haukakonur unnu að lokum 36 stiga sigur, 100-64, en Hafnarfjarðarliðið var 22 stigum yfir í hálfleik, 57-35.

Sigurinn skilaði Haukum aftur upp fyrir Njarðvík og í toppsætið deildarinnar en liðið er nú með átta stiga í tíu leikjum.

Lið Hamars/Þórs byrjaði mótið vel en hefur nú tapað fimm leikjum í röð sem þýðir að liðið situr á botninum.

Lore Devos var öflug í kvöld með 25 stig og 13 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 20 stig, Sólrún Inga Gísladóttir var með 16 stig og Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Abby Claire Beeman var stigahæst hjá heimakonum með 12 stig en gaf líka 9 stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×