Fótbolti

Átta liða úr­slit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ewa Pajor fagnar hér marki í kvöld með liðsfélögum sínum Claudia Pina og Fridolina Rolfoe.
Ewa Pajor fagnar hér marki í kvöld með liðsfélögum sínum Claudia Pina og Fridolina Rolfoe. Getty/Michael Campanella

Evrópumeistarar Barcelona urðu í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Barcelona tryggði sér sætið með 3-0 sigri á sænska liðinu Hammarby sem átti enn möguleika á ná spænska liðinu.

Ewa Pajor skoraði bæði mörk Barcelona í fyrri hálfleiknum en mörkin hennar komu á 7. og 40. mínútu. Aitana Bonmati innsiglaði síðan sigurinn með þriðja markinu á 81. mínútu.

Manchester City var búið að tryggja sér hitt sætið í riðlinum. Liðið vann 2-0 sigur á St. Pölten í kvöld og hefur unnið alla fimm leiki sína í keppninni.

Lily Murphy og Kerstin Casparij skoruðu mörk City en Aoba Fujino lagði bæði mörkin upp.

Þrátt fyrir að það sé enn ein umferð eftir í öllum riðlum þá er ljóst hvaða átta lið verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin.

Það eru Íslendingaliðin Bayern München og Wolfsburg frá Þýskalandi en líka Lyon frá Frakklandi, Manchester City, Chelsea og Arsenal frá Englandi og svo Real Madrid og Barcelona frá Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×