Fótbolti

Elías fór meiddur af velli á móti Porto

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson í leik með Midtjylland. Hann þurfti að yfirgefa völlinn í kvöld.
Elías Rafn Ólafsson í leik með Midtjylland. Hann þurfti að yfirgefa völlinn í kvöld. Getty/Pedja Milosavljevic

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson fór meiddur af velli í tapleik á móti Porto í Evrópudeildinni í kvöld.

Porto vann 2-0 sigur á Elíasi og félögum hans í Midtjylland. Midtjylland er í 23. sæti eftir sex umferðir.

Elías Rafn þurfti að fara meiddur af velli á 71. mínútu en portúgalska liðið var þá búið að skora tvö mörk. Mörk Porto skoruðu Danny Loader á 30. mínútu og Samuel Aghehowa á 56. mínútu.

Elías varð fjögur skot áður en hann meiddist.

Orri Steinn Óskarsson kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í 3-0 sigri Real Sociedad á Dynamo Kyiv. Öll mörk spænska liðsins komu á fyrstu 33 mínútunum.

Mikel Oyarzabal skoraði tvö mörk og Sheraldo Becker var með eitt mark. Real Sociedad er í tólfta sætinu.

Andri Lucas Guðjohnsen lék síðustu sjö mínúturnar þegar Gent vann 3-0 sigur á TSC en öll mörk liðsins komu á fyrstu tuttugu mínútunum. Max Dean, Omri Gandelman og Franck Surdez skoruðu mörkin. Gent er í þrettánda sætinu.

Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn þegar Panathinaikos vann 2-0 útisigur á TNS í Sambandsdeildinni. Filip Djuricic og Fotis Ioannidis skoruðu mörkin. Panathinaikos er í átjándi sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×