Innlent

Telur sumar hug­myndirnar frá­leitar og drama á IceGuys

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.
Hádegisfréttir eru á slaginu 12.

Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Við förum einnig yfir vendingar í suður-kóreskum stjórnmálum - en gleymum ekki stjórnmálunum hér heima. Stjórnmálafræðingur segir ljóst að valkyrjunar svokölluðu hafi leyst stór ágreiningsmál á síðustu dögum. Þær séu staðráðnar í að mynda ríkisstjórn og aðrir flokkar hafi sætt sig við það.

Þá fer Magnús Hlynur yfir harðnandi samkeppni á matvörumarkaði á Selfossi. Umboðsmaður hljómsveitarinnar Iceguys, sem standa fyrir mikilli tónleikaröð í Laugardalshöll nú um helgina, vonar að gestir á fjölskyldutónleikum sveitarinnar sýni sérstaka tillitsemi í dag. Talsverð umræða skapaðist á samfélagsmiðlum eftir samskonar tónleika í gær, þar sem , þar sem reiði gætti í garð foreldra sem höfðu börn sín á háhesti og byrgðu öðrum sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×