Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 21:27 Þórir lyftir Evróputitlinum í leikslok. Facebooksíða EHF Það er engum blöðum um það að fletta að Þórir Hergeirsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Það kom berlega í ljós á blaðamannafundi eftir úrslitaleik Noregs og Danmerkur á Evrópumótinu í dag. Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024 EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrði norska landsliðinu til sjötta Evrópumeistaratitils liðsins í dag þegar Noregur lagði Dani að velli í úrslitaleik í Vín. Þetta er ellefti stóri titillinn sem norska liðið vinnur undir stjórn Þóris sem mun láta af störfum nú að mótinu loknu. Á blaðamannafundi eftir leik sat Þórir fyrir svörum ásamt þjálfara danska liðsins Jesper Jensen. Undir lok fundarins hóf Jensen mikla lofræðu þar sem hann talaði um samband sitt og Þóris og sagði Íslendinginn hafa hækkað ránna í handknattleik kvenna á heimsvísu. „Með norska liðinu hefur þú sett ný viðmið í handknattleik kvenna. Það er erfitt að kveðja þig eftir fimmtán ár. Þú hefur verið frábær kollegi, bæði í landsliðinu og félagsliði mínu í Danmörku þar sem eru norskir leikmenn. Við höfum borið mikla virðingu fyrir hvor öðrum,“ sagði Jensen á meðan Þórir hlustaði á. Hann sagðist hafa viljað vinna Þóri í síðasta leiknum en norska liðið vann öruggan sigur eftir frábæra frammistöðu í síðari hálfleik. Jensen tók síðan upp gjöf sem hann sagðist hafa tekið með sér frá Danmörku áður en mótið hófst. „Þetta er góður kollegi,“ sagði Þórir, augljóslega djúpt snortinn. Class recognizes class. A beautiful moment captured at the press conference when Jesper made a heartfelt love statement and presented a gift to Thorir. A truly special exchange between two legendary figures in handball. 💙 #catchthespirit #ehfeuro2024 @DanskHaandbold pic.twitter.com/aedETSnjO5— EHF EURO (@EHFEURO) December 15, 2024
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Handbolti Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Körfubolti Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Fyrstu verðlaun Ungverja í tólf ár Gísli og félagar gerðu ljónin að kisum Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Aðeins ein úr liði Þóris í stjörnuliði EM Mosfellingar stálu stigi í háspennuleik Spenna hjá lærisveinum Rúnars gegn Kiel Mikil spenna í Eyjum Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða „Eflaust fullur eftirsjár þegar þessu lýkur“ „Við erum frábærir sóknarlega“ Danmörk í úrslitaleikinn á móti Noregi Valsmenn enduðu taphrinuna Uppgjörið: Fram-Grótta 38-33 | Þorsteinn Gauti skaut Gróttu á kaf Síðasti leikur Þóris með þær norsku verður úrslitaleikur á EM Svíar tóku fimmta sætið Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Sjá meira