Ísland í dag - Vissi ekki af sér í marga daga

Þegar Jón Mýrdal vaknaði á spítala hafði hann ekki hugmynd um hvað hafði gerst. Síðustu tvær vikurnar voru mjög óljósar og vissi hann t.a.m ekki til þess að hann hefði keypt óhóflega mikið af ís, farið í sturtu fimm sinnum á dag eða keypt gjafir fyrir vini sína að ástæðulausu. Hann man þó til þess að hafa leitað til heilbrigðisstarfsfólk fyrir þann tíma sem fann flest allt annað að honum en það sem raunverulega var að. Að lokum var hann sendur í allsherjar rannsókn og kom þá stærðarinnar æxli í ljós sem hafði líklega vaxið hægt og rólega í tíu ár. Jón var sendur beint upp á skurðborð, æxlið fjarlægt og í dag er hann allt annar maður.

14883
11:14

Vinsælt í flokknum Ísland í dag