Ísland í dag - Ofbeldi bak við glanslífið

Henny Hermannsdóttir var kjörin alheimsfegurðardrottning Miss Young International árið 1970 og við það breyttist allt hennar líf. Hún varð þjóðareign og allir höfðu skoðun á þessari fallegu og sjarmerandi ungu konu sem vann sem dansari með foreldrum sínum Unni Arngrímsdóttur og Hermanni Ragnarssyni. Hún varð gríðarlega áberandi og var í öllum fjölmiðlum, blöðum, tímaritum og sjónvarpi. En raunveruleikinn var ekki bara glamúr og glanslíf því bak við tjöldin gerðist ýmislegt miður skemmtilegt.

4615
12:38

Vinsælt í flokknum Ísland í dag