Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Varla komin aftur eftir að hafa flúið gosið fyrir tveimur árum

Eigendur Ísólfsskála, sem flúðu með allt lauslegt verðmæti af jörðinni vegna yfirvofandi hraunflóðs úr Geldingadölum fyrir tveimur árum, voru varla byrjaðir að koma sér fyrir aftur núna í sumar þegar enn eitt eldgosið brast á. Þeir vonast þó til að jörðinni stafi ekki ógn af nýjasta gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hætti sér með ung börn í gegnum reykjarmökkinn

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að eldgosinu á Reykjanesi í dag í ágætu veðri en mjög erfiðum aðstæðum vegna mikils reyks frá gróðureldum. Dæmi eru um að foreldrar gangi með ung börn á bakinu í gegnum reykmökkinn til að komast að gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Nota þyrlu til að slökkva gróður­elda við gosið

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flýgur nú yfir eldstöðvarnar við Litla-Hrút og dreifir vatni yfir gróðurelda á svæðinu til að halda aftur af dreifingu þeirra. Þetta er gert að ósk almannavarna til að draga úr líkum á því að eldurinn breiðist að gönguslóðum.

Innlent
Fréttamynd

Gjald­skylda hafin á bíla­stæðunum við gossvæðið

Búið er að hefja gjaldskyldu á bílastæðunum við gönguleiðina að eldgosinu. Kostnaður við stæði er frá þúsund og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið.

Innlent
Fréttamynd

Landverðir verði að standa vaktina við eldgosið

Dómsmálaráðherra mun kalla eftir því að landverðir standi vaktina á gosstöðvunum við Litla-Hrút til að létta undir með björgunarsveitum. Ekki sé annað hægt en að stjórnvöld stígi inn í verkefnið með einhverjum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Kvikan ólgar og iðar í sumar­nætur­rökkrinu

Ragnar Axelsson ljósmyndari lagði leið sína að eldgosinu við Litla-Hrút í nótt. Glóandi kvikan og hraunelgurinn sjást vel í miðnæturrökkrinu en felur sig líka undir svartri hraunskorpunni og eins gott að fara varlega.

Innlent
Fréttamynd

Geti staðið yfir í mánuði verði ekki skrúfað fyrir

Framleiðni eldgossins við Litla-Hrút hefur líklegast dregist saman um helming frá því að gosið hófst í gær, að sögn prófessors í eldfjallafræði. Gosopið hafi nú minnkað og kvikustrókarnir um leið hækkað til muna. Gosið geti varið í vikur og jafnvel mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Fólk verður bara að bera ábyrgð á sjálfu sér“

Búið er að opna inn á gossvæðið við Litla-Hrút. Ljóst er að mikill fjöldi fólks mun leggja leið sína þangað en mikilvægt er að það sé meðvitað um hversu krefjandi gangan er. Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að það sé gömul saga og ný að fólk fari vanbúið af stað.

Innlent
Fréttamynd

Eldgos hafið - Er heimilið tryggt?

Eldgos er hafið á Reykjanesskaga enn á ný, nú í norðvesturhluta Litla-Hrúts. Við mælum með að gefa viðbragðsaðilum rými til þess að kanna aðstæður og hvetjum fólk að leggja ekki leið sína að gosinu strax.

Skoðun
Fréttamynd

Gos­ó­róinn lækki enn sem sé eðli­legt

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút og hraunflæði minnkað sem sé eðlilegt að sögn náttúruvárssérfræðings hjá Veðurstofunni. Eldgosið malli með lotukenndum hætti en gosóróinn fari lækkandi.

Innlent
Fréttamynd

Magnaðar myndir frá Litla-Hrút

Eld­gos hófst í þriðja skiptið á þremur árum á Reykja­nesi í gær. Nú við Litla Hrút og hefur frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar staðið vaktina.

Innlent
Fréttamynd

Verulega minni kraftur en í gær

Verulega hefur dregið úr krafti eldgossins við Litla-Hrút í nótt og hraunflæði hefur minnkað. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Öll nýjustu tíðindi af eldgosinu á Reykjanesskaga

Eldgosið við Litla-Hrút hófst með krafti í gær klukkan 16:40 en síðan þá hefur verulega dregið úr krafti gossins og hraunflæði minnkað. Opnað var fyrir aðgengi fólks að gosinu eftir hádegi. Gangan er um tuttugu kílómetra löng fram og til baka.

Innlent
Fréttamynd

Á­ætlanir til staðar ef rýma þarf hverfi vegna gass

Rýmingaráætlanir eru til staðar ef grípa þarf til þess ráðs að rýma sveitarfélög nálægt eldgosinu við Litla-Hrút vegna slæmrar gasmengunar. Búið er að loka fyrir aðgang að eldstöðvunum vegna mengunarinnar sem er talin geta verið lífshættuleg.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Tumi á gossvæðinu: „Við verðum bara að bíða og sjá“

Eldgosið í Litla-Hrúti er mun öflugra gos en þau tvö fyrri samkvæmt Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessors í jarðeðlisfræði sem var í kvöld í beinni útsendingu við gosstöðvarnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann telur að hraunið komi til með að renna í Meradali en óljóst sé með umfang og lengd gossins á þessum tímapunkti.

Innlent
Fréttamynd

Segir gosið miklu öflugra en síðustu tvö

Upplýsingafundur Almannavarna vegna eldgossins á Reykjanesskaga fór fram nú í kvöld. Þar sagði Magnús Tumi, prófessor í jarðeðlisfræði, að gosið nú sé um tíu sinnum öflugra en eldgosið í Fagradalsfjalli árið 2021. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk ná­lægt hrauninu þrátt fyrir hættu á gaseitrun

Lokað hefur verið fyrir aðgang að eldstöðvunum á Reykjanesi vegna gríðarlegrar gasmengunar sem telst vera lífshættuleg. Fólk sem er lagt af stað eða komið að svæðinu er beðið um að snúa við. Þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda er nokkur fjöldi fólks á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sefur í bílnum þar til hann fær að sjá gosið

Eldgos er enn hafið á Reykjanesskaga, þriðja árið í röð. Áhugi fólks á því að berja náttúruöflin augum virðist þó lítið hafa dvínað. Fréttastofa ræddi við fólk sem var mætt að Keilisafleggjaranum út af Reykjanesbraut í kvöld, en lögregla lokaði veginum fljótlega eftir að gos hófst. Einhverjir héldu þó í vonina um að svæðið yrði opnað síðar í kvöld. 

Innlent