Sýrland

Fréttamynd

Vonar bara og biður að guð verndi börnin sín

Fyrstu almennu borgararnir í Austur-Ghouta hafa flúið í daglegu átakahléi. Erindrekar SÞ eru öskuillir út í báðar fylkingar. Krefjast tafarlausrar innleiðingar vopnahlés. Segja fimm klukkustundir ekki duga til að koma aðstoð til þurfandi.

Erlent
Fréttamynd

Árásirnar hættu ekki

Fyrsta daglega pásan á átökunum í Austur-Ghouta gagnaðist engum. Rússar segja engan hafa flúið. Assad-liðar og uppreisnarmenn benda hvorir á aðra.

Erlent
Fréttamynd

Pútín skipar fyrir um fimm klukkustunda daglegt vopnahlé í Ghouta

Vladimir Pútín Rússlandsforseti vill að gert verði daglegt fimm klukkustunda hlé á árásum á Ghouta-svæðið í Sýrlandi. Árásir Sýrlandshers á svæðið hafa haldið áfram undanfarna daga, þrátt fyrir ályktun um vopnahlé sem samþykkt var í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á laugardag.

Erlent
Fréttamynd

Fær að minnsta kosti að borða í himnaríki

Linnulausar árásir Assad-liða á Austur-Ghouta halda áfram. Tala látinna hækkar. Öryggisráðið átti að greiða atkvæði um vopnahlé í gær. Atkvæðagreiðslunni frestað ítrekað. Rússar sakaðir um að tefja svo árásir á svæðið geti haldið áfram.

Erlent
Fréttamynd

Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi

Sprengjum rigndi enn á íbúa Austur-Ghouta í gær og fórust tugir. Öryggisráðið ræðir um þrjátíu daga vopnahlé. Stríðið í Sýrlandi verður sífellt flóknara og fleiri aðilar dragast inn í átökin.

Erlent
Fréttamynd

Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni

Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi

Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna.

Erlent
Fréttamynd

Ástandið aldrei verið eldfimara

Ísraelar og Íranar berjast við landamæri Sýrlands og Ísraels. Mikil togstreita er á milli Bandaríkjamanna og Tyrkja á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Erindreki SÞ segir ástandið í Sýrlandi hafa versnað.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi

Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi.

Erlent