Andlát

Fréttamynd

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Erlent
Fréttamynd

Larry Flynt, stofnandi Hustler, er dáinn

Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Erlent
Fréttamynd

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Christopher Plummer er látinn

Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners.

Lífið
Fréttamynd

„Þjóðar­klapp“ til heiðurs kafteini Tom Moor­e

Fjöldi fólks í Bretlandi tók þátt í svokölluðu „þjóðarklappi“ til heiðurs kafteins Tom Moore sem lést á dögunum úr Covid-19. Hann hafði safnað milljörðum króna fyrir heilbrigðiskerfið í Bretlandi meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð.

Erlent
Fréttamynd

Svavar Gestsson jarðsunginn

Svavar Gestsson fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og sendiherra var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Kafteinn Tom Moore er látinn

Sir Tom Moore kafteinn er látinn, hundrað ára að aldri. Hann var lagður inn á sjúkrahús smitaður af kórónuveirunni um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Útför Svavars Gestssonar frá Dómkirkjunni

Svavar Gestsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, formaður Alþýðubandalagsins, þingmaður, ráðherra og sendiherra, verður borinn til grafar í dag. Útför Svavars verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík klukkan 13.

Innlent
Fréttamynd

Leikarinn Hal Hol­brook fallinn frá

Bandaríski leikarinn Hal Holbrook er látinn, 95 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Beverly Hills fyrir um viku síðan, en hann var þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk rithöfundarins Mark Twain í sýningunni Mark Twain Tonight!

Lífið
Fréttamynd

Guðmundur Magnússon látinn

Guðmundur Magnússon, kennari og leiðsögumaður, er látinn 84 ára að aldri. Útför Guðmundar fer fram frá Grensáskirkju klukkan 15 í dag en streymt verður frá athöfninni vegna samkomutakmarkana.

Innlent
Fréttamynd

Jóhannes Eð­valds­son látinn

Fyrrum landsliðsmaðurinn Jóhannes Eðvaldsson er látinn sjötugur að aldri. Jóhannes lék knattspyrnu með skoska stórveldinu Celtic á áttunda áratug síðustu aldar. Var hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Larry King er dáinn

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King er dáinn. Hann var 87 ára gamall og dó á sjúkrahúsi í Los Angeles en þar hafði hann verið lagður inn vegna Covid-19 fyrir nokkrum vikum.

Lífið
Fréttamynd

Lost-stjarnan Mira Furlan er látin

Króatíska leikkonan Mira Furlan er látin, 65 ára að aldri. Furlan gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sitt í þáttunum Lost og Babylon 5.

Lífið
Fréttamynd

Blær Ástríkur, áður Ásdís Jenna, er látinn

Blær Ástríkur Stefán Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur, sem áður hét Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, er látinn. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 16. janúar, 51 árs að aldri. Greint er frá andláti Blæs í Morgunblaðinu í dag.

Innlent