Reykjavík

Fréttamynd

Kynntu dag­skrá Menningar­nætur

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um fyrirkomulag Menningarnætur sem fram fer á laugardag. Fundurinn hefst klukkan 11:30 í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ó­venju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun

Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun.  „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis.

Innlent
Fréttamynd

Engin út­köll vegna vatns­leka í nótt

Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumörg út­köll vegna vatnsleka á höfuð­borgar­svæðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í óvenjulega mörg útköll í kvöld vegna vatnsleka. Það vekur athygli að allir lekarnir nema eitt hafi verið í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem skrúfað hefur verið fyrir heita vatnið vegna vinnu Veitna við tengingu á Suðuræð 2.

Innlent
Fréttamynd

Þurfa að leita annað í sund

Þónokkrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu verður lokað í vikunni vegna framkvæmda Veitna. Heitavatnslaust verður víða á höfuðborgarsvæðinu næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Oft er ekki nægjan­leg mönnun til þess að sinna fé­lags­lífi/tóm­stundum

Ég var með verkefni í gangi fyrir örfáa vini í Mosfellsbæ fyrir nokkrum árum sem hét tómstundarvinir og markmið þess var að veita fötluðu fólki félagsskap sem hafði ekki rétt á liðveislu/liðveitanda/tómstundarstuðningi eftir að það var komið í búsetuúrræði. Ég fór þá með þeim í bíó og var með þeim á allskonar skemmtunum.

Skoðun
Fréttamynd

Frost í Reykja­vík í nótt

Hitastigið fór niður í mínus 0,9 gráður í Víðidal í Reykjavík klukkan sex í morgun. Mælt er í tveggja metra hæð og líklega hefur verið enn kaldara niðri við jörð. 

Innlent
Fréttamynd

Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sér­staka að­gát

Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum.

Innlent
Fréttamynd

Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla

Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Kúkalykt í kirkju­garði gerir út af við Grafavogsbúa

„Ferleg skítalykt“, „er ég sú eina sem er gjörsalega að kafna?“ og „algjör viðbjóður“ er á meðal þess sem íbúar í Grafarvogi hafa að segja um ólykt sem virðist berast frá Gufuneskirkjugarði. Forsvarsmenn kirkjugarða segja erfitt að eiga við vætutíðina.

Innlent
Fréttamynd

Leggur til að hjólhýsabyggðin verði við Rauða­vatn eða í Gufu­nesi

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu á fund borgarráðs um að hjólhýsabyggðinni í Reykjavík verði fundin ný staðsetning. Eins og stendur eru þau í Sævarhöfða.  Kolbrún leggur í tillögu sinni til sex svæði sem hún vill að séu metin með tilliti til umhverfisáhrifa og kostnaðar. 

Innlent
Fréttamynd

Kynhlutlaus klósett orðin að lögum

Reglugerð ráðherra, um að merkja beri salerni eftir aðstöðu fremur en kynjum, hefur tekið gildi. Um stórt skref er að ræða að sögn varaforseta Trans Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Þakk­lát fyrir þrjósku hundsins

Margrét Víkingsdóttir var sofandi í íbúð sinni við Amtmannsstíg 6 þegar eldur kviknaði á neðri hæðinni. Hún slapp vel frá eldsvoðanum en sér á eftir nágranna sínum á sjötugsaldri sem lést í brunanum. Hún varð fyrst vör við eldinn eftir að hundurinn hennar vakti hana í morgunsárið.

Innlent