Seðlabankinn

Fréttamynd

Þarf að breyta Seðlabankanum til að koma starfsfólki fyrir

Ráðast þarf í breytingar á húsnæði Seðlabanka Íslands til að skapa rými fyrir allt starfsfólk nýrrar sameinaðar stofnunar. Fjármálaeftirlitið er ekki lengur til þar sem það sameinaðist seðlabankanum undir nafni Seðlabanka Íslands um áramótin.

Innlent
Fréttamynd

Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri

Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Birgir Ísleifur Gunnarsson er látinn

Birgir Ísleifur Gunnarsson, fyrrverandi borgarstjóri, ráðherra og seðlabankastjóri, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 83 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur

Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál.

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að téð húsleit var á vitorði margra“

Seðlabanki Íslands segir að ekkert liggi fyrir um það að upplýsingum um húsleit hjá Samherja hf. og tengdum aðilum í mars 2012 hafi verið lekið frá Seðlabankanum enda ljóst að téð húsleit var á vitorði margra, eins og segir í tilkynningu sem birt hefur verið á vef bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meintum leka Seðlabankans til RÚV vísað til lögreglu

Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitar hjá Samherja til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í bréfi forsætisráðuneytisins til lögreglunnar. Rannsókn innri endurskoðanda Seðlabankans leiddi í ljós að framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits Seðlabankans var í tölvupóstsamskiptum við starfsmann RÚV í rúman mánuð áður en ráðist var í húsleitina 27. mars 2012. Frétta- og myndatökumenn RÚV voru mættir við skrifstofur Samherja áður en húsleitin hófst.

Viðskipti innlent