Danski boltinn

Fréttamynd

Orri Steinn á lista með verðandi fram­herja Real Madríd

Svissneska tölfræðifyrirtækið CIES hefur birt lista yfir verðmætustu framherja heims sem eru yngri en 21 árs og spila ekki í neinum af sjö bestu deildum Evrópu. Endrick, verðandi leikmaður Real Madríd, trónir á toppi listans en Orri Steinn Óskarsson er í 5. sæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr þakk­látari fyrir ó­­­trú­­legustu hluti: „Búið að vera erfitt“

Fjarri fjöl­skyldu sinni vann knatt­spyrnu­þjálfarinn Freyr Alexanders­son mikið af­rek í Belgíu með liði KV Kortrijk. Það var reynsla sem kenndi honum mikið um sjálfan sig en Freyr segir þó að hefði honum ekki tekist ætlunar­verk sitt, þá hefði það orðið honum mjög erfitt að horfast í augu við það sökum þess hversu mikið hann hefur verið í burtu frá fjöl­skyldu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Steinn til Ítalíu?

Orri Steinn Óskarsson er sagður undir smásjá Atalanta frá Ítalíu. Liðið vann nýverið Evrópudeildartitilinn eftir sigur á Bayer Leverkusen í úrslitum.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvenna Orra Steins dugði ekki og titil­vonir FCK úr sögunni

Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sverrir Ingi á skotskónum í ó­trú­legum leik

Miðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason bjargaði stigi fyrir Midtjylland þegar liðið kom til baka eftir að lenda 3-0 undir gegn Nordsjælland í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Lokatölur 3-3 og Midtjylland nú jafnt Bröndby að stigum fyrir lokaumferðina.

Fótbolti
Fréttamynd

Hélt upp á landsliðsvalið með marki

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hélt upp á það að vera valin í íslenska A-landsliðið í fótbolta með því að skora í stórsigri Nordsjælland á Næstved, 2-10, í undanúrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við

Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB.

Fótbolti
Fréttamynd

Lygi­leg topp­bar­átta í Dan­mörku

Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyngby“

„Þeir skulda mér mikinn pening þarna hjá Lyng­by,“ sagði Freyr Alexanders­­son, fyrr­verandi þjálfari Lyng­by í kímni og hló svo dátt í kjöl­farið að sögn blaða­­manns Tips­bladet sem náði í skottið á honum áðan til að spyrja út í mögu­­leg fé­lags­­skipti Andra Lucasar Guð­john­­sen frá Lyng­by til belgíska úr­­vals­­deildar­­fé­lagsins Gent sem virðist ná­lægt því að kaupa ís­lenska lands­liðs­fram­herjann.

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas fékk kanilstykki í verð­laun

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði sitt þrettánda mark fyrir Lyngby í gær og er markahæstur í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Því var vel fagnað í klefanum eftir 2-1 sigurinn gegn OB í gær, og Andri Lucas er staðráðinn í að verða markakóngur.

Fótbolti