Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Japanir saka Kín­verja um hefndar­að­gerðir

Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum.

Erlent
Fréttamynd

„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla.

Handbolti
Fréttamynd

Leikmaður danska landsliðsins í einangrun

Simon Pytlick, leikmaður danska karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið einangraður frá leikmannahópi liðsins vegna Covid-smits. Danir segja þetta varúðarráðstöfun vegna strangra reglna í kringum komandi heimsmeistaramót.

Handbolti
Fréttamynd

Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023

„Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Þetta fer ekki að léttast fyrr en það hlýnar í veðri og vorar“

Mikið álag er í heilbrigðiskerfinu vegna óvenju mikils flensufárs. Landspítali hefur gripið til takmarkana og á heilsugæslustöðvum eru tímar fullbókaðir og löng bið á Læknavaktinni. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins biðlar til fólks að leita annarra ráða en að birtast beint á stöðvunum. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni fyrr en það fer að hlýna í veðri.

Innlent