Tindastóll

Fréttamynd

Er hægt að toppa þennan trylling í kvöld?

Önnur eins stemning hefur vart myndast á íþróttaviðburði á Íslandi eins og í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudag. Grettismenn, stuðningsmenn Tindastóls, fóru þar á kostum eins og alla úrslitakeppnina.

Körfubolti
Fréttamynd

Skagfirðingar mynduðu röð rúmum tveimur tímum fyrir opnun

Stuðningsmenn Tindastóls voru mættir í röð til þess að ná að festa kaup á miðum á oddaleik Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla. Stemningin var nokkuð góð, fólk var mætt með hátalara og stytti sér biðina með því að blasta Skagfirskum lögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Börn Valsara fyrir ónæði vegna miðasölunnar

Körfuknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu varðandi miðasölu á oddaleik Vals og Tindastóls í Subway-deild karla annað kvöld. Þar segir að starfsfólk og stjórnarfólk Vals, og jafnvel börn þess, hafi orðið fyrir ónæði vegna miðasölunnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferðasaga á Krókinn: Klikkað kvöld meðal kúreka og krókódíla í Síkinu

„Má ég heyra?“ spyrja Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann í nýju stuðningsmannalagi Tindastóls. Og þeir heyrðu svo sannarlega í Skagafirðinum í fjórða leik Stólanna og Valsmanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrrakvöld. Leikur sem líður þeim sem á horfðu seint úr minni, hvað þá þeim sem voru á staðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Röddin á Króknum er fjórtán ára „fæddur performer“

Það voru ekki bara yfirburðir hjá Tindastól inn á vellinum á móti Val í öðrum leik lokaúrslitanna heldur áttu þeir sem fyrr stúkuna líka. Sá sem kemur liðinu og stuðningsmönnunum í gang í kynningunni er yngri en flestir halda sem heyra hann fara á kostum.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Njarðvík 89-83 | Stólarnir á leið í úrslit

Tindastóll fékk Njarðvík í heimsókn í Síkið í kvöld. Um var að ræða leik númer fjögur í seríunni sem Tindastóll leiddi 2-1. Leikurinn var jafn í upphafi en Njarðvíkingar voru betri í fyrri hálfleik. Góður þriðji leikhluti heimamanna bjó til forustu sem reyndist of mikil fyrir gestina frá Njarðvík. Lokatölur 89-83 fyrir Tindastól og spila þeir um Íslandsmeistaratitilinn við Val.

Körfubolti