Umferð

Fréttamynd

Opið milli Markar­fljóts og Víkur

Búið er að opna á hringveginum milli Markarfljóts og Víkur. Enn er ófært austur frá Vík að Kirkjubæjarklaustri en stefnt er að opnun upp úr klukkan tvö í dag.

Innlent
Fréttamynd

Virti ekki lokanir og þverar þjóð­veginn

Rútubílstjóri virti ekki lokanir og festi rútu á þjóðveginum við Pétursey, austan við Sólheimasand í Vestur-Skaftafellssýslu seinnipartinn í dag. Rútan situr enn föst og stirð samskipti hafa verið á milli björgunarsveitar og bílstjóra rútunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­menn Vega­gerðarinnar bjart­sýnir

Þungfært er á nokkrum leiðum á Suðurlandi vegna snjókomu. Töluverð snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum. Starfsmenn Vegagerðarinnar eru hins vegar bjartsýnir á að hægt verði að halda heiðinni opinni í dag, þrátt fyrir mikla umferð.

Innlent
Fréttamynd

Hálku­blettir víða og færð tekin að spillast

Hálkublettir eru víða á vegum og færð er tekin að spillast á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Töluverðri ofankomu er spáð á Suðurlandi og Suðausturlandi í dag og getur orðið þungfært á skömmum tíma. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með færðinni.

Innlent
Fréttamynd

Gæti orðið mjög þung­fært á skömmum tíma

Töluverð snjókoma er í kortunum víðsvegar á landinu í nótt og á morgun. Mesta ofankoman verður líklega á vesturhluta Suðurlands og leiðindaveður verður á Vestfjörðum ef spáin gengur eftir. Veðurfræðingur segir mikilvægt að fylgjast vel með enda geti orðið þungfært á skömmum tíma. Vegagerðin og borgaryfirvöld eru í viðbragðsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­ös og um­ferðar­tafir

„Norðaustan hvassviðri eða stormur og skafrenningu“, sagði á heimasíðu Veðurstofu Íslands fyrr í vikunni. Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni er litið hefur út um gluggann staddur hér á landi að færð á vegum hefur verið þung síðustu daga.

Skoðun
Fréttamynd

Lækka há­marks­hraða um gjör­valla Reykja­víkur­borg

Hámarkshraði verður lækkaður um alla Reykjavíkurborg á næsta ári. Götur, þar sem hámarkshraði var áður 50 kílómetra hraði á klukkustund, fer ýmist niður í 30 eða 40 kílómetra hraða. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti breytingarnar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­braut lokuð í sólar­hring

Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Innlent