Spænski boltinn

Fréttamynd

Lewandowski sá um endur­komu Börsunga

Barcelona vann Alaves 2-1 í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. Gestirnir í Alaves leiddu í hálfleik en markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvívegis í síðari hálfleik. Hann hafði ekki skorað í sex leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Standandi lófa­klapp eftir stuðningsræðu um Ofurdeildina

Florentino Perez, forseti spænska félagsins Real Madrid, hefur ekki gefist upp á áformum sínum um stofnun Ofurdeildarinnar. Hann hlaut standandi lófaklapp eftir ræðu á ársþingi Real Madrid þar sem hann gagnrýndi UEFA og spænska knattspyrnusambandið. 

Fótbolti
Fréttamynd

Grýtti VAR-skjá í grasið

Iago Aspas, fyrrverandi leikmaður Liverpool, lét reiði sína bitna á VAR-skjá þegar Celta Vigo gerði 1-1 jafntefli við Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalausir Madrídingar komust ekki upp á topp

Real Madrid þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli á heimavelli í viðureign sinni við Rayo Vallecano. Með sigri hefði Real endurheimt efsta sætið en úr því það mistókst situr Girona með tveggja stiga forskot í efsta sætinu þegar 12. umferðir spænsku úrvalsdeildarinnar hafa verið spilaðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar á­fram á sigur­braut

Barcelona er enn án taps í spænsku deildinni eftir 1-0 sigur gegn Athletic Club í kvöld. Mörkin létu á sér standa en það kom ekki að sök þegar upp var staðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinícius hrósaði Sevilla fyrir að reka rasískan aðdáanda af velli

Vinícius Júnior, leikmaður Real Madrid, hefur hrósað Sevilla fyrir skjót og góð viðbrögð við meintu kynþáttahatri sem hann varð fyrir í leik liðanna. Hann sagði þetta vera nítjánda skiptið sem hann verði slíkum fordómum og biðlar til spænskra yfirvalda að athafna sig í þeim málaflokki.  

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona frumsýndi nýja treyju fyrir El Clásico einvígið

Barcelona hefur gefið út nýjan búning fyrir 'El Clasico' einvígi sitt gegn Real Madrid þann 28. október. Kennimerki Rolling Stones hljómsveitarinnar mun myndskreyta búninginn en allt er þetta hluti af samstarfssamningi Barcelona við tónlistarstreymisveituna Spotify. 

Fótbolti