Ítalski boltinn Fiorentina upp fyrir Roma Fiorentina endurheimti 4. sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Siena. Hinn ungi sóknarmaður Giampaolo Pazzini skoraði sigurmarkið í viðbótartíma og lyfti liði sínu upp fyrir Roma sem á leik til góða gegn Inter síðar í kvöld. Sport 5.3.2006 17:17 Milan og Juve unnu sína leiki Juventus vann Sampdoria 1-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pavel Nedved skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu. AC Milan vann Empoli 3-0 þar sem Filippo Inzahgi skoraði tvö markanna og Andrei Schevshenko eitt. Juventus er á toppi deildarinnar og hefur 10 stiga forystu á AC Milan. Í kvöld mætast Roma og Inter en leikurinn verður sýndur á Sýn extra klukkan 19:30. Sport 5.3.2006 14:01 Roma sló metið Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur. Sport 27.2.2006 16:03 Rómarslagurinn í beinni í kvöld Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni. Sport 26.2.2006 10:10 Frá keppni í tvo mánuði Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0. Sport 20.2.2006 01:16 Juventus að stinga af Meistarar Juventus tóku stórt skref í titilvörn sinni í ítölsku A-deildinni í kvöld þegar liðið lagði Inter Milan á útivelli 2-1 í stórleik helgarinnar sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn Extra. Zlatan Ibrahimovic kom Juve yfir í leiknum, en eftir að Walter Samuel jafnaði leikinn í síðari hálfleiknum, skoraði Alessandro del Piero sigurmark Tórínóliðsins fimm mínútum fyrir leikslok. Sport 12.2.2006 21:49 Mancini horfir á annað sætið Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25. Sport 12.2.2006 16:10 Udinese rekur þjálfarann Ítalska A-deildarliðið Udinese rak í dag þjálfara sinn Serse Cosmi, en hann er níundi þjálfarinn í deildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur. Við starfi hans tekur Loris Dominissini, sem áður stýrði liði smáliði Como og hóf það úr neðri deildunum á Ítalíu og upp í A-deildina fyrir nokkrum árum. Sport 10.2.2006 18:18 Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37 Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; Sport 5.2.2006 13:17 Juventus heldur sínu striki Juventus heldur sínu striki á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Ascoli á útivelli í dag. Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet skoraði þrennu í leiknum. AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Sampdoria í gærkvöldi, en grannar þeirra í Inter geta minnkað forskot Juve með sigri á Lecce í kvöld. Sport 29.1.2006 19:11 Di Canio aftur í bann Paolo Di Canio, leikmaður Lazio í ítölsku A-deildinni, hefur aftur verið dæmdur í eins leiks bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að heilsa að fasistasið í deildarleik í síðasta mánuði. Hann þarf auk þess að greiða sekt upp á 10.000 evrur, en hefur nú lofað að hætta þessum uppátækjum. Sport 24.1.2006 13:55 Juventus endurheimti 8 stiga forystu Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve. Sport 22.1.2006 17:14 Létt hjá Inter Milan Inter Milan saxaði á forskot Juventus niður í 5 stig á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á Palermo. Inter er nú með 48 stig í 2. sæti deildarinnar en Juventus á leik til góða. Einnig í kvöld gerðu Lazio og Cagliari 1-1 jafntefli. Sport 21.1.2006 22:19 Gattuso fer ekki til Man. Utd. Forráðamenn AC Milan segja ekkert til í þeim sögusögnum sem eru að bendla miðjumanninn Gennaro Gattuso við sölu til Manchester United nú í janúar. Sport 19.1.2006 10:04 Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52 Leikmaður Vicenza missti handlegg Julio Gonzalez, leikmaður Vicenza á Ítalíu, þurfti að láta taka af sér annan handlegginn á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fjórum vikum. Gonzalez var landsliðsmaður Paragvæ og spilaði stöðu framherja. Sport 18.1.2006 16:39 Vorum hársbreidd frá því að kaupa Ronaldo Luciano Moggi, yfirmaður knattspyrnumála hjá ítölsku meisturunum Juventus, hefur staðfest það sem Cristiano Ronaldo sagði fyrir nokkru, að félagið hafi verið hársbreidd frá því að landa honum þegar hann lék með Sporting Lissabon á sínum tíma. Sport 17.1.2006 15:35 Ætlar að hætta 2009 Fabio Capello, þjálfari Juventus, hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að hætta knattspyrnuþjálfun árið 2009. ástæðuna segir hann að sé löngun til þess að fá meiri frítíma og ferðast um heiminn. Sport 17.1.2006 09:36 Roma lagði AC Milan Brasilíski kantmaðurinn Alessandro Mancini tryggði Roma óvæntan 1-0 sigur á AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 81. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Milan liðið var mun betri aðilinn í leiknum en fóru illa með fjöldamörg færi sín. Sport 15.1.2006 22:34 Juventus slær 56 ára stigamet Alessandro Del Piero skoraði sigurmark Juventus sem vann Reggina, 1-0 í ítalska fótboltanum í dag en með sigrinum sló liðið 56 ára gamalt stigamet nú þegar deildin er hálfnuð. Juve er með 52 stig, tíu stiga forskot á Inter Milan sem lagði Cagliari 3-2 með tveimur mörkum frá brasilíska sóknarmanninum Adriano. Sport 15.1.2006 17:08 Del Piero markahæsti leikmaður Juventus Framherjinn Allesandro del Piero varð í gærkvöld markahæsti leikmaður í sögu Juventus þegar hann skoraði þrennu í auðveldum 4-1 sigri liðsins á Fiorentina í bikarkeppninni. Sport 11.1.2006 03:16 AC Milan lagði Parma í markaleik AC Milan vann nauman sigur á Parma í kvöldleiknum á Ítalíu í kvöld, en Milanomenn máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi 4-3, eftir að hafa náð 3-1 forystu í leiknum. Gilardino, Kaka og Shevchenko skoruðu mörk Milan í leiknum og eitt markið var sjálfsmark, en Marchionni skoraði tvö mörk fyrir Parma og Cannavaro eitt. Sport 8.1.2006 21:29 Juventus heldur sínu striki Juventus hefur tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Juve sigraði Palermo 2-1 í gær, þar sem Adrian Mutu gerði bæði mörk liðsins, en Inter náði aðeins jafntefli gegn Siena í dag og er því tíu stigum á eftir meisturunum. AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar og getur komist upp fyrir granna sína með sigri á Parma á San Siro í kvöld. Sport 8.1.2006 18:22 Hættur fasistakveðjum Ítalinn Paolo Di Canio hjá Lazio segist vera hættur fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum, en hann var á dögunum sektaður og settur í leikbann vegna þessa. "Ég hugsaði málið yfir jólin og hef ákveðið að setja hagsmuni Lazio framar mínum eigin," sagði Di Canio, en benti á að hann stæði þó fast á pólitískum skoðunum sínum engu að síður. Sport 4.1.2006 18:17 Ég er fasisti, ekki rasisti Hinn umdeildi Paolo di Canio hjá Lazio á Ítalíu heldur áfram að valda fjaðrafoki með fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum og hefur verið sektaður og dæmdur í leikbann í kjölfarið. Sjálfur segist hann aðeins vera misskilinn og hefur nú tekið það skýrt fram að hann sé fasisti - ekki rasisti. Sport 26.12.2005 02:50 Juventus varði forskot sitt á toppnum Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi. Sport 22.12.2005 03:19 Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. Sport 20.12.2005 15:10 Mílanóliðin í stuði Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum. Sport 18.12.2005 17:13 Jafnt hjá Lazio og Juventus Lazio og Juventus skildu jöfn 1-1 í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi, en Juve hefur engu að síður 11 stiga forskot á helstu keppinauta sína sem eiga leik í dag. Tommaso Rocchi kom heimamönnum yfir í leiknum, en franski framherjinn David Trezeguet jafnaði skömmu síðar fyrir Juve og það varð lokaniðurstaðan. Treviso skaust af botninum með góðum sigri á Lecce, 2-1. Sport 18.12.2005 14:42 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 198 ›
Fiorentina upp fyrir Roma Fiorentina endurheimti 4. sætið í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið vann 2-1 sigur á Siena. Hinn ungi sóknarmaður Giampaolo Pazzini skoraði sigurmarkið í viðbótartíma og lyfti liði sínu upp fyrir Roma sem á leik til góða gegn Inter síðar í kvöld. Sport 5.3.2006 17:17
Milan og Juve unnu sína leiki Juventus vann Sampdoria 1-0 í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Pavel Nedved skoraði eina mark leiksins á 69. mínútu. AC Milan vann Empoli 3-0 þar sem Filippo Inzahgi skoraði tvö markanna og Andrei Schevshenko eitt. Juventus er á toppi deildarinnar og hefur 10 stiga forystu á AC Milan. Í kvöld mætast Roma og Inter en leikurinn verður sýndur á Sýn extra klukkan 19:30. Sport 5.3.2006 14:01
Roma sló metið Lið Roma í ítölsku A-deildinni setti í gær met í deildinni þegar það vann 11. leikinn í röð. Ekki skemmdi fyrir að sigurinn kom einmitt gegn grönnum þeirra og erkifjendum í Lazio. Það voru Rodrigo Taddei og Alberto Aquilani sem skoruðu mörk Roma í 2-0 sigri liðsins, sem var án fyrirliða síns Francesko Totti sem er meiddur. Sport 27.2.2006 16:03
Rómarslagurinn í beinni í kvöld Hinir fornu fjendur í Rómarborg Lazio og Roma eigast við í ítölsku A-deildinni í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50. Það er jafnan heitt í kolunum þegar þessi lið mætast og til dæmis var allt á suðupunkti þegar liðin mættust síðast í deildinni. Sport 26.2.2006 10:10
Frá keppni í tvo mánuði Ítalski sóknarmaðurinn Fransesco Totti verður frá keppni í um tvo mánuði eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum gegn Empoli í kvöld en Roma vann leikinn 1-0. Sport 20.2.2006 01:16
Juventus að stinga af Meistarar Juventus tóku stórt skref í titilvörn sinni í ítölsku A-deildinni í kvöld þegar liðið lagði Inter Milan á útivelli 2-1 í stórleik helgarinnar sem sýndur var í beinni útsendingu á Sýn Extra. Zlatan Ibrahimovic kom Juve yfir í leiknum, en eftir að Walter Samuel jafnaði leikinn í síðari hálfleiknum, skoraði Alessandro del Piero sigurmark Tórínóliðsins fimm mínútum fyrir leikslok. Sport 12.2.2006 21:49
Mancini horfir á annað sætið Roberto Mancini, þjálfari Inter, segist í dag vera meira að einbeita sér að því að ná öðru sætinu í A-deildinni en að steypa Juventus af stalli á toppnum. Juventus og Inter mætast einmitt í kvöld og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:25. Sport 12.2.2006 16:10
Udinese rekur þjálfarann Ítalska A-deildarliðið Udinese rak í dag þjálfara sinn Serse Cosmi, en hann er níundi þjálfarinn í deildinni sem fær að taka pokann sinn í vetur. Við starfi hans tekur Loris Dominissini, sem áður stýrði liði smáliði Como og hóf það úr neðri deildunum á Ítalíu og upp í A-deildina fyrir nokkrum árum. Sport 10.2.2006 18:18
Fiorentina - Inter í beinni á Sýn Extra Viðureign Fiorentina og Inter Milan verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:35 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur klukkan 22:05 á Sýn síðar um kvöldið, eða þegar leik Chelsea og Everton í enska bikarnum er lokið. Sport 8.2.2006 18:37
Sjöundi sigur Roma í röð Roma vann í gærkvöldi 7. leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið lagði Parma 3-0. Í dag klukkan 14 verður leikur Chievo og Inter sýndur beint á Sýn. Aðrir leikir á Ítalíu í dag verða; Sport 5.2.2006 13:17
Juventus heldur sínu striki Juventus heldur sínu striki á toppi ítölsku A-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Ascoli á útivelli í dag. Franski sóknarmaðurinn David Trezeguet skoraði þrennu í leiknum. AC Milan náði aðeins jafntefli gegn Sampdoria í gærkvöldi, en grannar þeirra í Inter geta minnkað forskot Juve með sigri á Lecce í kvöld. Sport 29.1.2006 19:11
Di Canio aftur í bann Paolo Di Canio, leikmaður Lazio í ítölsku A-deildinni, hefur aftur verið dæmdur í eins leiks bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að heilsa að fasistasið í deildarleik í síðasta mánuði. Hann þarf auk þess að greiða sekt upp á 10.000 evrur, en hefur nú lofað að hætta þessum uppátækjum. Sport 24.1.2006 13:55
Juventus endurheimti 8 stiga forystu Juventus endurheimti naumlega 8 stiga forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag þegar liðið sigraði Empoli 2-1. Eftir að hafa lent 0-1 undir á heimavelli sínum var það varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem gerðist hetja heimamanna og skoraði bæði mörk Juve. Sport 22.1.2006 17:14
Létt hjá Inter Milan Inter Milan saxaði á forskot Juventus niður í 5 stig á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 3-0 sigri á Palermo. Inter er nú með 48 stig í 2. sæti deildarinnar en Juventus á leik til góða. Einnig í kvöld gerðu Lazio og Cagliari 1-1 jafntefli. Sport 21.1.2006 22:19
Gattuso fer ekki til Man. Utd. Forráðamenn AC Milan segja ekkert til í þeim sögusögnum sem eru að bendla miðjumanninn Gennaro Gattuso við sölu til Manchester United nú í janúar. Sport 19.1.2006 10:04
Mílanóliðin söxuðu á forskot Juventus Heil umferð fór fram í ítalska boltanum í kvöld. Topplið Juventus náði aðeins jafntefli gegn Chievo á útivelli 1-1. AC Milan lagði Ascoli heima 1-0 með marki frá Inzaghi og Inter lagði Treviso á útivelli 1-0 með marki frá Cruz. Juventus heldur þó enn 8 stiga forskoti á Inter sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.1.2006 21:52
Leikmaður Vicenza missti handlegg Julio Gonzalez, leikmaður Vicenza á Ítalíu, þurfti að láta taka af sér annan handlegginn á sjúkrahúsi í dag eftir að hafa lent í alvarlegu bílslysi fyrir fjórum vikum. Gonzalez var landsliðsmaður Paragvæ og spilaði stöðu framherja. Sport 18.1.2006 16:39
Vorum hársbreidd frá því að kaupa Ronaldo Luciano Moggi, yfirmaður knattspyrnumála hjá ítölsku meisturunum Juventus, hefur staðfest það sem Cristiano Ronaldo sagði fyrir nokkru, að félagið hafi verið hársbreidd frá því að landa honum þegar hann lék með Sporting Lissabon á sínum tíma. Sport 17.1.2006 15:35
Ætlar að hætta 2009 Fabio Capello, þjálfari Juventus, hefur látið í veðri vaka að hann ætli sér að hætta knattspyrnuþjálfun árið 2009. ástæðuna segir hann að sé löngun til þess að fá meiri frítíma og ferðast um heiminn. Sport 17.1.2006 09:36
Roma lagði AC Milan Brasilíski kantmaðurinn Alessandro Mancini tryggði Roma óvæntan 1-0 sigur á AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurmarkið kom á 81. mínútu þvert gegn gangi leiksins en Milan liðið var mun betri aðilinn í leiknum en fóru illa með fjöldamörg færi sín. Sport 15.1.2006 22:34
Juventus slær 56 ára stigamet Alessandro Del Piero skoraði sigurmark Juventus sem vann Reggina, 1-0 í ítalska fótboltanum í dag en með sigrinum sló liðið 56 ára gamalt stigamet nú þegar deildin er hálfnuð. Juve er með 52 stig, tíu stiga forskot á Inter Milan sem lagði Cagliari 3-2 með tveimur mörkum frá brasilíska sóknarmanninum Adriano. Sport 15.1.2006 17:08
Del Piero markahæsti leikmaður Juventus Framherjinn Allesandro del Piero varð í gærkvöld markahæsti leikmaður í sögu Juventus þegar hann skoraði þrennu í auðveldum 4-1 sigri liðsins á Fiorentina í bikarkeppninni. Sport 11.1.2006 03:16
AC Milan lagði Parma í markaleik AC Milan vann nauman sigur á Parma í kvöldleiknum á Ítalíu í kvöld, en Milanomenn máttu þakka fyrir að fara með sigur af hólmi 4-3, eftir að hafa náð 3-1 forystu í leiknum. Gilardino, Kaka og Shevchenko skoruðu mörk Milan í leiknum og eitt markið var sjálfsmark, en Marchionni skoraði tvö mörk fyrir Parma og Cannavaro eitt. Sport 8.1.2006 21:29
Juventus heldur sínu striki Juventus hefur tíu stiga forskot á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki dagsins. Juve sigraði Palermo 2-1 í gær, þar sem Adrian Mutu gerði bæði mörk liðsins, en Inter náði aðeins jafntefli gegn Siena í dag og er því tíu stigum á eftir meisturunum. AC Milan er í þriðja sæti deildarinnar og getur komist upp fyrir granna sína með sigri á Parma á San Siro í kvöld. Sport 8.1.2006 18:22
Hættur fasistakveðjum Ítalinn Paolo Di Canio hjá Lazio segist vera hættur fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum, en hann var á dögunum sektaður og settur í leikbann vegna þessa. "Ég hugsaði málið yfir jólin og hef ákveðið að setja hagsmuni Lazio framar mínum eigin," sagði Di Canio, en benti á að hann stæði þó fast á pólitískum skoðunum sínum engu að síður. Sport 4.1.2006 18:17
Ég er fasisti, ekki rasisti Hinn umdeildi Paolo di Canio hjá Lazio á Ítalíu heldur áfram að valda fjaðrafoki með fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum og hefur verið sektaður og dæmdur í leikbann í kjölfarið. Sjálfur segist hann aðeins vera misskilinn og hefur nú tekið það skýrt fram að hann sé fasisti - ekki rasisti. Sport 26.12.2005 02:50
Juventus varði forskot sitt á toppnum Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi. Sport 22.12.2005 03:19
Fær eins leiks bann fyrir fasistakveðjuna Hinn skrautlegi Paolo di Canio hjá Lazio í ítölsku A-deildinni fær eins leiks bann og 10000 evru sekt fyrir fasistakveðjur sínar í leik með liðinu fyrr í mánuðinum. Þetta tilkynnti aganefnd ítölsku deildarinnar í gær. Sport 20.12.2005 15:10
Mílanóliðin í stuði Mílanóliðin AC og Inter söxuðu á forskot Juventus á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu í dag, en liðin unnu bæði sannfærandi 4-0 sigra á andstæðingum sínum. Sport 18.12.2005 17:13
Jafnt hjá Lazio og Juventus Lazio og Juventus skildu jöfn 1-1 í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi, en Juve hefur engu að síður 11 stiga forskot á helstu keppinauta sína sem eiga leik í dag. Tommaso Rocchi kom heimamönnum yfir í leiknum, en franski framherjinn David Trezeguet jafnaði skömmu síðar fyrir Juve og það varð lokaniðurstaðan. Treviso skaust af botninum með góðum sigri á Lecce, 2-1. Sport 18.12.2005 14:42