Eplakurl hamingjunnar 17. mars 2005 00:01 Sagt er að fátt sé hlýlegra í húsi en ilmur af kanil og bökuðum eplum. Að sama skapi er haft fyrir satt að þessi eftirréttur, bragð hans og angan, útlit, áferð og hollusta, tendri hamingjuneista í hjörtum fólks, í það minnsta í brjóstum sem geta fundið til.3 græn epli (kjarnhreinsuð og skorin í litla bita)2 dl grófar hafraflögur2 dl eplakökurasp2 dl púðursykur1 tsk. kanill100 g smjör Byrjið á því að kjarnhreinsa eplin og skera niður í frekar litla bita. Eplahýðið getur verið á eða ekki, allt eftir smekk hvers og eins. Smyrjið botninn á ofnföstu fati og dreifið svo eplunum yfir botn fatsins og stráið yfir þau kanil. Blandið höfrum, eplakökuraspi og sykri saman í skál og vinnið mjúkt smjörið saman við með höndunum. Þessari blöndu er svo dreift yfir eplin og allt bakað í 200 gráðu ofni í 25 til 30 mínútur. Ef hafrarnir dökkna um of, setjið þá álpappír yfir bökuna síðustu mínúturnar. Berið fram með bólstrum af drifhvítum rjóma. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sagt er að fátt sé hlýlegra í húsi en ilmur af kanil og bökuðum eplum. Að sama skapi er haft fyrir satt að þessi eftirréttur, bragð hans og angan, útlit, áferð og hollusta, tendri hamingjuneista í hjörtum fólks, í það minnsta í brjóstum sem geta fundið til.3 græn epli (kjarnhreinsuð og skorin í litla bita)2 dl grófar hafraflögur2 dl eplakökurasp2 dl púðursykur1 tsk. kanill100 g smjör Byrjið á því að kjarnhreinsa eplin og skera niður í frekar litla bita. Eplahýðið getur verið á eða ekki, allt eftir smekk hvers og eins. Smyrjið botninn á ofnföstu fati og dreifið svo eplunum yfir botn fatsins og stráið yfir þau kanil. Blandið höfrum, eplakökuraspi og sykri saman í skál og vinnið mjúkt smjörið saman við með höndunum. Þessari blöndu er svo dreift yfir eplin og allt bakað í 200 gráðu ofni í 25 til 30 mínútur. Ef hafrarnir dökkna um of, setjið þá álpappír yfir bökuna síðustu mínúturnar. Berið fram með bólstrum af drifhvítum rjóma.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Leikjavísir Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið