GameTíví í búðarleik Ringulreið mun ríkja hjá strákunum í GameTíví í kvöld. Þá munu þeir reyna fyrir sér í búðarleik. Leikjavísir 25.11.2024 19:30
Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Tom er stjarneðlisfræðingur og einn hæfileikaríkasti spilari í heimi í íslenska tölvuleiknum Starborne: Frontier. Tom er búsettur í Adelaide í Ástralíu og flaug alla leiðina til Íslands til þess að heimsækja félaga sína hjá tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds á Eiðistorgi og hitta aðra spilara leiksins. Lífið 23.11.2024 07:04
GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Strákarnir Í GameTíví ætla að feta ótroðnar slóðir í kvöld. Þá munu þeir virða fyrir sér nýjustu uppfærslu Warzone, eftir að leikurinn var samtvinnaður Black Ops 6. Leikjavísir 18.11.2024 19:30
Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Leikjavísir 2.11.2024 09:45
COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Call of Duty: Black Ops 6, eða Skyldan kallar: Myrkraverk 6, er að mínu viti meðal betri COD-leikja sem ég hef spilað um árabil. Einspilunin er sérstaklega skemmtilegt að þessu sinni en ég hef lengi verið mikill aðdáandi þeirra hluta þessara leikja. Leikjavísir 31. október 2024 09:20
Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Steindi Jr. og Gunnar Nelson seeme ætla að leiða strákana til sigurs í Black Ops 6, nýjasta Call of Duty leiknum. Leikjavísir 28. október 2024 19:02
Íslendingar berjast hjá GameTíví Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með. Leikjavísir 24. október 2024 19:03
GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Strákarnir í GameTíví ætla að koma vetrarbrautinni til bjargar í kvöld. Þeir munu taka höndum saman gegn villutrúarmönnum og ógeðfeldum geimverum í leiknum Space Marine 2. Leikjavísir 21. október 2024 19:33
„Undrabarn“ keppir á undanþágu og tekur pabba í kennslustund Rafíþróttamaðurinn Atli Snær Sigurðsson hefur nú þegar, aðeins fimmtán ára gamall, unnið Íslandsmeistaratitilinn í DOTA 2 þrjú ár í röð en hann hefur keppt á undanþágu vegna ungs aldurs. Hann á einnig sæti í landsliði Íslands í DOTA 2 og Bergur Árnason, mótastjóri Kraftvéladeildarinnar í DOTA2, gengur hiklaust svo langt að kalla Atla „undrabarnið“ þeirra. Lífið 20. október 2024 07:03
Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik Hryllingsleikurinn Until Dawn, frá 2015, hefur verið endurgerður. Þó hann sé níu ára gamall hefur upprunalegi leikurinn verið vinsæll meðal hryllingsleikja þar sem hann gefur spilurum möguleika á að hafa mikil áhrif á söguna. Endurgerðin gerir þó mikið fyrir útlit leiksins og hann lítur merkilega vel út. Leikjavísir 15. október 2024 09:07
GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Það verður gestagangur hjá GameTíví í kvöld. Jökull Elísabetarson mun meðal annars mæta og leiða strákana til sigurs í Warzone. Leikjavísir 14. október 2024 19:31
Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Torfi Frans Ólafsson er listrænn stjórnandi hjá Microsoft þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Hann hefur í nógu að snúast og stýrir ýmsum verkefnum fyrir Microsoft og Mojang framleiðanda Minecraft en þessa dagana ber þar einna hæst Minecraft myndin sem væntanleg er í kvikmyndahús á næsta ári. Torfi hefur unnið náið með leikstjóra myndarinnar að því að koma veröld hins heimsfræga tölvuleikjar á hvíta tjaldið. Bíó og sjónvarp 12. október 2024 07:02
GameTíví: Óli heimsækir Silent Hill Óli Jóels ætlar að heimsækja bæinn Silent Hill í kvöld. Vonandi verður hann í góðum brókum þegar hann spilar Silent Hill 2. Lífið 10. október 2024 20:16
Árlegt „Fifa“mót GameTíví Strákarnir í GameTíví halda í kvöld sitt árlega „Fifa“mót, þar sem nýjasti fótboltaleikurinn frá EA Sports er spilaður. Já, ég veit að hann heitir „EA Sports FC 25“, en, kommon. Þetta er Fifa. Leikjavísir 30. september 2024 19:22
GameTíví: Heldur för sinni um Night City áfram Plortedo heldur ævintýri sínu í Night City áfram í kvöld. Hann hefur verið að dunda sér við að spila í gegnum leikinn Cyberpunk 2077. Leikjavísir 29. september 2024 19:31
God of War Ragnarök á PC: Kratos er enn klikkaður Það ætti ekki að koma neinum á óvart að God of War Ragnarök er enn þá frábær leikur, sama hvort hann sé spilaður í PlayStation eða PC-tölvu. Kratos er enn klikkaður og leikurinn stendur enn meðal þeirra allra bestu. Leikjavísir 27. september 2024 14:43
Stiklusúpa: Allt það helsta frá kynningu Sony í gær Forsvarsmenn Sony héldu í gær State of Play kynningu þar sem farið var yfir margt af því helsta sem vænta má frá fyrirtækinu á komandi mánuðum. Kynntir voru nýir leikir en margir þeirra eru sýndarveruleikaleikir og sömuleiðis aukapakkar fyrir leiki sem þegar er búið að gefa út. Leikjavísir 25. september 2024 11:48
GameTíví: Íslendingaslagur í Warzone Það verður sannkallaður Íslendingaslagur í Warzone í kvöld. Þeir Árni Torfason og Þórarinn Hjálmarsson ætla að leiða slaginn á streymi GameTíví og verða þeir með opna leiki fyrir alla sem vilja vera með. Leikjavísir 19. september 2024 19:32
Space Marine 2: Fyrirtaks skemmtun af gamla skólanum Space Marine 2 er ekki fullkominn leikur, þeir eru það fáir, en hann er alveg rosalega skemmtilegur. Að mörgu leyti minnir hann á eldi skotleiki og líkist að miklu leyti Gears of War og Doom leikjunum. Leikjavísir 19. september 2024 08:45
Sótti 410 milljónir og margfaldaði starfsmannafjöldann Íslenska leikjafyrirtækið Porcelain Fortress tryggði sér á dögunum þriggja milljóna dollara fjárfestingu, eða um 410 milljóna króna, fyrir þróun á ótilkynntum leik fyrirtækisins. Á árinu hefur starfsmönnum fjölgað úr fjórum í fjórtán. Viðskipti innlent 18. september 2024 13:57
Ólympíukvöld hjá GameTíví Kvöldið verður erfitt hjá strákunum í GameTíví. Þeir ætla að keppa í 34 íþróttagreinum í beinni útsendingu frá Arena Gaming. Leikjavísir 16. september 2024 19:33
GameTíví: Plortedo spilar sig gegnum Night City Night City er ekki örugg borg að búa í, eins og Plorteda ætlar að sýna fram á í kvöld. Hann er að spila leikinn Cyberpunk 2077 á GameTíví. Leikjavísir 15. september 2024 19:32
CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Tölvuleikjafyrirtækið CCP opinberaði í dag nýjan tölvuleik sem hefur verið í smíðum hjá fyrirtækinu hér á Íslandi. Leikurinn ber heitið EVE Frontier og deilir söguheimi með EVE Online, fyrsta leik CCP. Leikjavísir 12. september 2024 14:43
GameTíví: Skúrkur í skýjunum Sölvi Santos, nýr liðsmaður GameTíví, ætlar að virða fyrir sér söguheim Star Wars áfram í kvöld. Hann hefur að undanförnu verið að spila nýja leikinn Star Wars Outlaws. Leikjavísir 11. september 2024 19:30
GameTíví: Stefna á þrjá sigra í Warzone Strákarnir í GameTíví stefna á þrjá sigra í Warzone í streymi kvöldsins. Þar munu þeir berjast við fjölda annarra spilara. Leikjavísir 9. september 2024 19:33