Bretar undrandi og reiðir 13. júlí 2005 00:01 Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Bretar eru undrandi og reiðir yfir því að hryðjuverkamennirnir sem sprengdu upp lestir og strætisvagn í London í vikunni, séu breskir. Skemmdarverk á heimilum, vinnustöðum og moskum múslima hafa verið tíð eftir sprengingarnar. Tony Blair hefur beðið Breta um að halda stillingu sinni og lagt áherslu á umburðarlyndi og samheldni. Tveir Bretanna sem grunaðir eru um að hafa framið hryðjuverkaárásirnar á London á fimmtudag voru 19 og 22 ára, búsettir í Leeds. Þá er talið að þriðji maðurinn sé þrítugur frá Dewsbury en grunur leikur á að tveir til viðbótar tengist sprengjuárásunum beint. Mennirnir eru allir af pakistönskum uppruna en rannsókn lögreglunnar beinist nú að því að finna alla þá sem þátt áttu í að skipuleggja árásirnar í London sem urðu fimmtíu og tveimur að bana. Lögreglan gerði í dag húsleit í sex húsum í Leeds og eru nágrannar mannanna undrandi á því að þeir hafi tengst árásunum enda vel liðnir. Talið er að mennirnir hafi starfað undir stjórn utanaðkomandi aðila og er óttast að annar hópur tilræðismanna, undir stjórn sömu aðila, sé að undirbúa fleiri árásir á bæði Bretland og víðar. Einn maður var handtekinn í aðgerðum lögreglunnar í Yorkshire í gærmorgun en hann mun vera skyldur einum af meintum tilræðisumönnum. Sérfræðingar telja að höfuðpaurinn hafi farið úr landi löngu áður en árásirnar voru gerðar en talið er að hann hafi kynnt sér neðanjarðarlestarkerfi Lundúna vel og lengi áður en árásirnar voru gerðar. Þá telja ýmsir sérfræðingar að sami aðili hafi skipulagt hryðjuverkin í Madrid á síðasta ári. Undir smásjánni er 46 ára Sýrlendingur sem bjó í Lundúnum fram undir miðjan síðasta áratug en stofnaði síðar þjálfunarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í Afghanistan. Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi fengið þjálfun í búðunum. Ekki er vitað með vissu um afdrif mannanna en talið er að meirihluti þeirra hafi flust aftur til Bretlands að þjálfun lokinni. Tony Blair og George Bush hafa lagt ríka áherslu á að haldið verði áfram að berjast gegn hryðjuverkamönnum í Austurlöndum fjær en ýmsir hafa þó bent á að betra sé að huga að málum heima fyrir, þar sé hættan ekki síðri. Tony Blair hefur lofað að vinna með samfélagi múslima í Bretlandi en margir þeirra hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu. Þá hafa að minnsta kosti tvær moskur verið skemmdar. Blair segir umburðarlyndi mikilvægt og að allir leggist á eitt við að vinna gegn hryðjuverkaógninni.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira