Efnafræðingurinn handtekinn 15. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira