Sætur sigur Valsmanna á KR 13. október 2005 19:33 Bæði lið mættu til leiks vel meðvituð um mikilvægi hans. Valsmenn eiga að vísu bestu möguleika annarra liða en FH í Landsbankadeildinni en annars er Visa-bikarinn eini raunhæfi möguleikinn á titli fyrir önnur lið. KR-ingar eru eins og alltaf undir mikilli pressu að ná árangri og því var sérstaklega mikið undir hjá þeim.Engin hættuleg færi litu dagsins ljós í upphafi leiks en bæði lið gerðu vel að sækja. Valsmenn voru skeinuhættari ef eitthvað er og á 25. mínútu leiksins braut Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, ísinn með góðu marki. Hann fékk boltann í teignum frá Matthíasi Guðmundssyni eftir fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar. Skömmu síðar leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að skora keimlíkt mark. Sigurvin Ólafsson gaf fyrir frá hægri, Rógvi Jacobsen lagði boltann út á Grétar Hjartarson sem skaut að vísu yfir markið. KR-ingar urðu svo fyrir öðru bakslagi á 40. mínútu er Sölva Sturlusyni var vikið af velli fyrir að hafa togað niður Matthías Guðmundsson sem var kominn einn inn fyrir vörn KR. Vel réttlætanlegt spjald og útlitið svart fyrir heimamenn. Rógvi fór úr sókninni í vörnina í kjölfarið og síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. En í þetta sinn tókst KR-ingum að skora og var þar Ágúst Gylfason að verki. Leikurinn galopnaðist fyrir vikið og var hart barist en lítið um hættuleg færi. En þegar ekkert annað virtist blasa við en framlenging tekst Valsmönnum að skora sigurmarkið. Garðar Gunnlaugsson var þar að verki eftir að Matthías hafði fengið sannkallað dauðafæri. KR-ingar tóku miðjuna en það var til lítils, flautað var til leiksloka nokkrum sekúndum síðar. "Það er alltaf ljúft að vinna og það var ekkert að þessu," sagði Guðmundur Benediktsson Valsmaður og fyrrum KR-ingur. "Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á þessum velli og það var frábær stemmning hérna í dag."Garðar Gunnlaugsson var skiljanlega í sjöunda himni þegar Fréttablaðið náði tali af honum rétt eftir leik. "Þetta var alveg svakalegt. Frábær tilfinning," sagði Garðar. Um leikinn sagði hann að sínir menn virtust hafa koðnað niður eftir jöfnunarmarkið. "Þetta var eins og högg í andlitið en við náðum að setja pressu á þá undir lokin og skora svo mark sem var auðvitað alveg stórkostlegt. Mér fannst að bæði lið hafi í raun verið að búa sig undir framlengingu." Garðar Gunnlaugsson hefur þar með skorað sex mörk fyrir Valsmenn í þremur leikjum í VISA-bikarnum í sumar. Garðar skoraði tvö mörk í 0-7 sigri á Reyni Á. í 32 liða úrslitunum, þrennu í 5-1 sigri á Haukum í 16 liða úrslitunum og loks sigurmarkið á KR-vellinum í gær eftir að hafa komið inná sem varamaður. Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Bæði lið mættu til leiks vel meðvituð um mikilvægi hans. Valsmenn eiga að vísu bestu möguleika annarra liða en FH í Landsbankadeildinni en annars er Visa-bikarinn eini raunhæfi möguleikinn á titli fyrir önnur lið. KR-ingar eru eins og alltaf undir mikilli pressu að ná árangri og því var sérstaklega mikið undir hjá þeim.Engin hættuleg færi litu dagsins ljós í upphafi leiks en bæði lið gerðu vel að sækja. Valsmenn voru skeinuhættari ef eitthvað er og á 25. mínútu leiksins braut Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, fyrirliði Vals, ísinn með góðu marki. Hann fékk boltann í teignum frá Matthíasi Guðmundssyni eftir fyrirgjöf Baldurs Aðalsteinssonar. Skömmu síðar leit út fyrir að KR-ingar ætluðu að skora keimlíkt mark. Sigurvin Ólafsson gaf fyrir frá hægri, Rógvi Jacobsen lagði boltann út á Grétar Hjartarson sem skaut að vísu yfir markið. KR-ingar urðu svo fyrir öðru bakslagi á 40. mínútu er Sölva Sturlusyni var vikið af velli fyrir að hafa togað niður Matthías Guðmundsson sem var kominn einn inn fyrir vörn KR. Vel réttlætanlegt spjald og útlitið svart fyrir heimamenn. Rógvi fór úr sókninni í vörnina í kjölfarið og síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og sá fyrri. En í þetta sinn tókst KR-ingum að skora og var þar Ágúst Gylfason að verki. Leikurinn galopnaðist fyrir vikið og var hart barist en lítið um hættuleg færi. En þegar ekkert annað virtist blasa við en framlenging tekst Valsmönnum að skora sigurmarkið. Garðar Gunnlaugsson var þar að verki eftir að Matthías hafði fengið sannkallað dauðafæri. KR-ingar tóku miðjuna en það var til lítils, flautað var til leiksloka nokkrum sekúndum síðar. "Það er alltaf ljúft að vinna og það var ekkert að þessu," sagði Guðmundur Benediktsson Valsmaður og fyrrum KR-ingur. "Mér hefur alltaf fundist gaman að spila á þessum velli og það var frábær stemmning hérna í dag."Garðar Gunnlaugsson var skiljanlega í sjöunda himni þegar Fréttablaðið náði tali af honum rétt eftir leik. "Þetta var alveg svakalegt. Frábær tilfinning," sagði Garðar. Um leikinn sagði hann að sínir menn virtust hafa koðnað niður eftir jöfnunarmarkið. "Þetta var eins og högg í andlitið en við náðum að setja pressu á þá undir lokin og skora svo mark sem var auðvitað alveg stórkostlegt. Mér fannst að bæði lið hafi í raun verið að búa sig undir framlengingu." Garðar Gunnlaugsson hefur þar með skorað sex mörk fyrir Valsmenn í þremur leikjum í VISA-bikarnum í sumar. Garðar skoraði tvö mörk í 0-7 sigri á Reyni Á. í 32 liða úrslitunum, þrennu í 5-1 sigri á Haukum í 16 liða úrslitunum og loks sigurmarkið á KR-vellinum í gær eftir að hafa komið inná sem varamaður.
Íslenski boltinn Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Maté hættir með Hauka Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Fullt af möguleikum í þessu Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti