Baugsmálinu gerð skil erlendis 20. september 2005 00:01 Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Sjá meira
Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Rifrildi, innbrot og eftirför Innlent Fleiri fréttir Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Sjá meira