Ríkið hefði átt að standa sig betur 23. febrúar 2006 00:56 Töluvert sterk viðbrögð urðu á markaði þegar greiningarfyrirtækið Fitch breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar í mati sínu á lánshæfi íslenska ríkisins. Þetta voru auðvitað ekki góðar fréttir, en líklegt að viðbrögðin hafi verið harkalegri en efni stóðu til. Hlutabréf lækkuðu og krónan féll í verði. Hvorugt er í sjálfu sér óeðlilegt. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á fleygiferð og í sjálfu sér þroskamerki að neikvæðar fréttir verði til þess að lækka hann. Eftir lækkun síðustu tveggja daga stendur enn sú staðreynd að Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp sautján prósent, sem sums staðar þykir vel viðunandi ársávöxtun. Varnaðarorð Fitch eru ekki ný af nálinni. Þau hafa verið ítrekuð margsinnis. Samhliða því að erlend fjárfesting vegna stóriðju ýtti undir styrk krónunnar jók ríkið á vandann með hækkun á ríkisreknum íbúðalánum og vanhugsaðri tímasetningu á skattalækkunum. Ríkið tók ekki á vandanum og vísaði þunganum af stjórn efnahagsmála á Seðlabankann. Aðhald í ríkisrekstri og afgangur af fjárlögum hefði þurft að vera meiri, eins og þráfaldlega hefur verið bent á. Stjórnvöld geta ekki skýlt sér á bak við að bankarnnir hafi farið offari. Þau voru vöruð við þeim hættum sem biðu. Sú viðvörun var nú ítrekuð af Fitch. Fitch bendir einnig á að erlend skuldasöfnun einkaaðila sé einn af áhættuþáttum hagkerfisins. Íslendingar eru of viljugir til að skulda og hafa má áhyggjur af því að heimili og innlend fyrirtæki séu of tilbúin til að taka meira fé að láni en þeim væri hollt. Það verður að sjálfsögðu hver að eiga við sig, en umhverfið hefur verið hvetjandi til neyslu og aukinnar lántöku. Það verður að telja stjórnvöldum til tekna að ríkið hefur notað tímann til að greiða niður skuldir. Hins vegar má hafa efasemdir um áhyggjur Fitch af erlendum skuldum og erlendri útlánaaukningu bankanna. Á fundi sem greinendur hjá Fitch áttu meðal annars með forsvarsmönnum bankanna komu fram ólíkar áherslur greinanda bankanna og þess sem metur íslenskt efnahagslíf. Bankagreinandi deilir ekki áhyggjum af erlendri útlánaaukningu bankanna. Hann bendir á framfarir í áhættustýringu, sterkt eiginfjárhlutfall, góða eignadreifingu á móti skuldum og áhættupróf Fjármálaeftirlitsins sem allir bankarnir hafa staðist nýverið. Bankakerfið nýtur trausts á alþjóðamörkuðum og það traust er á góðri leið með að verða ein verðmætasta eign þjóðarinnar, eins og forstjóri KB banka benti á á nýliðnu Viðskiptaþingi. Raunar hafa bæði Íslandsbanki og KB banki sótt sér lánsfé á alþjóðamarkaði að undanförnu og fengu báðir bankarnir sambærileg kjör við það sem þeir hafa áður fengið. Full ástæða er til að halda vel á málum í stjórn efnahagsmála. Í skýrslu Fitch felast engin ragnarök íslensks efnahagslífs. Breyting á mati á horfum er einungis áminning um það að við erum okkar eigin gæfu smiðir og verðum að haga okkur samkvæmt því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun „Nei“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hörmungarsaga viðbyggingar við leikskólann Óskaland Friðrik Sigurbjörnsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Burðarásar samfélagsins Skoðun Styttum biðtímann í umferðinni Ó. Ingi Tómasson Skoðun Frjálslega farið með sannleikann Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Abrahamísku trúarbrögðin Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Dýraverndin til Flokks fólksins Árni Stefán Árnason Skoðun
Töluvert sterk viðbrögð urðu á markaði þegar greiningarfyrirtækið Fitch breytti horfum úr stöðugum í neikvæðar í mati sínu á lánshæfi íslenska ríkisins. Þetta voru auðvitað ekki góðar fréttir, en líklegt að viðbrögðin hafi verið harkalegri en efni stóðu til. Hlutabréf lækkuðu og krónan féll í verði. Hvorugt er í sjálfu sér óeðlilegt. Hlutabréfamarkaðurinn hefur verið á fleygiferð og í sjálfu sér þroskamerki að neikvæðar fréttir verði til þess að lækka hann. Eftir lækkun síðustu tveggja daga stendur enn sú staðreynd að Úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp sautján prósent, sem sums staðar þykir vel viðunandi ársávöxtun. Varnaðarorð Fitch eru ekki ný af nálinni. Þau hafa verið ítrekuð margsinnis. Samhliða því að erlend fjárfesting vegna stóriðju ýtti undir styrk krónunnar jók ríkið á vandann með hækkun á ríkisreknum íbúðalánum og vanhugsaðri tímasetningu á skattalækkunum. Ríkið tók ekki á vandanum og vísaði þunganum af stjórn efnahagsmála á Seðlabankann. Aðhald í ríkisrekstri og afgangur af fjárlögum hefði þurft að vera meiri, eins og þráfaldlega hefur verið bent á. Stjórnvöld geta ekki skýlt sér á bak við að bankarnnir hafi farið offari. Þau voru vöruð við þeim hættum sem biðu. Sú viðvörun var nú ítrekuð af Fitch. Fitch bendir einnig á að erlend skuldasöfnun einkaaðila sé einn af áhættuþáttum hagkerfisins. Íslendingar eru of viljugir til að skulda og hafa má áhyggjur af því að heimili og innlend fyrirtæki séu of tilbúin til að taka meira fé að láni en þeim væri hollt. Það verður að sjálfsögðu hver að eiga við sig, en umhverfið hefur verið hvetjandi til neyslu og aukinnar lántöku. Það verður að telja stjórnvöldum til tekna að ríkið hefur notað tímann til að greiða niður skuldir. Hins vegar má hafa efasemdir um áhyggjur Fitch af erlendum skuldum og erlendri útlánaaukningu bankanna. Á fundi sem greinendur hjá Fitch áttu meðal annars með forsvarsmönnum bankanna komu fram ólíkar áherslur greinanda bankanna og þess sem metur íslenskt efnahagslíf. Bankagreinandi deilir ekki áhyggjum af erlendri útlánaaukningu bankanna. Hann bendir á framfarir í áhættustýringu, sterkt eiginfjárhlutfall, góða eignadreifingu á móti skuldum og áhættupróf Fjármálaeftirlitsins sem allir bankarnir hafa staðist nýverið. Bankakerfið nýtur trausts á alþjóðamörkuðum og það traust er á góðri leið með að verða ein verðmætasta eign þjóðarinnar, eins og forstjóri KB banka benti á á nýliðnu Viðskiptaþingi. Raunar hafa bæði Íslandsbanki og KB banki sótt sér lánsfé á alþjóðamarkaði að undanförnu og fengu báðir bankarnir sambærileg kjör við það sem þeir hafa áður fengið. Full ástæða er til að halda vel á málum í stjórn efnahagsmála. Í skýrslu Fitch felast engin ragnarök íslensks efnahagslífs. Breyting á mati á horfum er einungis áminning um það að við erum okkar eigin gæfu smiðir og verðum að haga okkur samkvæmt því.
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Það eru leiðir til að lækka vexti íbúðalána – viljum við gera eitthvað í því? Benedikt Gíslason Skoðun
Hvenær er jafnrétti náð? Védís Drótt Cortez,Agnes Brynjarsdóttir,Vigdís Kristín Rohleder,Embla Bachmann,Eygló Ruth Rohleder Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun