Fordómalaus umræða nauðsyn 21. mars 2006 00:01 Gengi krónunnar hefur farið lækkandi að undanförnu, eins og við var að búast. Öllum var ljóst að styrkur krónunnar undir lok síðasta árs var meiri en fengi staðist til lengri tíma. Spurningin um lækkun krónunnar var ekki um það hvort heldur hvenær gjaldmiðillinn myndi hefja vegferð sína til raunhæfara gildis. Sú ferð er líklega hafin og eins og svo víða í lífinu njóta hinir forsjálu ferðarinnar meðan hinir fá á baukinn. Bankar og stór fjárfestingarfélög með mikil umsvif erlendis gerðu við þessar kringumstæður það sem ábyrgir aðilar þurfa að gera. Þau bjuggu sig undir lækkandi gengi. Næmi bankanna fyrir lækkun krónunnar er því minna en ella hefði orðið. Eitt af því sem talið er til veikleika íslensku bankanna er áhætta þeirra af innlendum gjaldmiðli. Í hagkerfinu er áhætta af því að vera með erlendar skuldir á móti innlendum tekjum og eignum. Framhjá henni verður ekki horft þegar heildaráhætta í hagkerfinu er metin. Það er því ákveðin mótsögn fólgin í því að gagnrýna bankana í öðru orðinu fyrir veikleika vegna krónunnar og um leið hallmæla þeim fyrir að grípa til skynsamlegra varna. Innlendir aðilar hafa flestir hverjir reynslu af aðlögun gengis hér innanlands. Það sama verður ekki sagt um marga erlenda aðila sem hófu mikla útgáfu skuldabréfa í krónum þegar gengi hennar var sterkt. Á sama tíma og erlendir aðilar keyptu krónur af fullum krafti voru innlendir aðilar að selja hana og færa áhættu úr krónunni í aðrar myntir. Án þess má vænta að krónan hefði ofrisið enn meir en raunin er. Erlendir fjárfestar virðast hafa einblínt á vaxtamun milli Íslands og Evrópu, en um leið vanmetið gjaldeyrisáhættuna. Lækkun gengisins er því áminning til þeirra um að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Af framansögðu blasir við að erlendir fjárfestar hafa án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því tekið að sér hluta gengisáhættunnar fyrir innlenda aðila. Krónan er örmynt og á alþjóðlegan mælikvarða þarf smáaura til að hreyfa gengi hennar. Vandséð er að slík örmynt fái staðist til framtíðar. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem horfast í augu við þá staðreynd að til lengri tíma litið er ólíklegt að við munum búa við sjálfstæða mynt. Alþjóðavæðing viðskiptaheimsins mun færa okkur nær hagsveiflu Evrópuþjóða og þar með draga úr vægi þess að hafa eigin gjaldmiðil. Hugmynd viðskiptaráðherra um að skoða möguleika á að taka upp evru, án Evrópusambandsaðildar, ætti ekki að kasta frá sér án gaumgæfilegrar skoðunar. Myntin er helsta hindrun fjárfestingar erlendra aðila hérlendis, hvort heldur er í íslenskum fyrirtækjum á markaði eða í því að keppa við innlend fyrirtæki á markaði. Hitt hefur brunnið við að í umræðum um gjaldmiðilinn hafi verið horft til þess að núverandi þensla í hagkerfinu væri viðráðanlegri ef við byggjum við evru. Það er ekki rétt. Þvert á móti væri fyrirsjáanleg enn erfiðari glíma vegna þenslu ef evran væri í gildi. Evran myndi gera mun strangari kröfur til hagstjórnar og samninga á vinnumarkaði. Refsing fyrir slaka hagstjórn og illa ígrundaða kjarasamninga væri ekki í veikingu gjaldmiðils, heldur gjaldþrotum og atvinnuleysi. Evran mun ekki leysa okkur undan því að takast á við efnahagsveruleikann af skynsemi, enda ætti enginn að óska sér slíks. Fyrr en okkur grunar munum við þurfa að taka afstöðu til stöðu okkar í heiminum og hagsmuna okkar til framtíðar. Evrópa stendur okkur næst og því hlýtur umræða um evru að fléttast inn í framtíðarsýn okkar. Slík umræða er nauðsynleg og löngu tímabær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Gengi krónunnar hefur farið lækkandi að undanförnu, eins og við var að búast. Öllum var ljóst að styrkur krónunnar undir lok síðasta árs var meiri en fengi staðist til lengri tíma. Spurningin um lækkun krónunnar var ekki um það hvort heldur hvenær gjaldmiðillinn myndi hefja vegferð sína til raunhæfara gildis. Sú ferð er líklega hafin og eins og svo víða í lífinu njóta hinir forsjálu ferðarinnar meðan hinir fá á baukinn. Bankar og stór fjárfestingarfélög með mikil umsvif erlendis gerðu við þessar kringumstæður það sem ábyrgir aðilar þurfa að gera. Þau bjuggu sig undir lækkandi gengi. Næmi bankanna fyrir lækkun krónunnar er því minna en ella hefði orðið. Eitt af því sem talið er til veikleika íslensku bankanna er áhætta þeirra af innlendum gjaldmiðli. Í hagkerfinu er áhætta af því að vera með erlendar skuldir á móti innlendum tekjum og eignum. Framhjá henni verður ekki horft þegar heildaráhætta í hagkerfinu er metin. Það er því ákveðin mótsögn fólgin í því að gagnrýna bankana í öðru orðinu fyrir veikleika vegna krónunnar og um leið hallmæla þeim fyrir að grípa til skynsamlegra varna. Innlendir aðilar hafa flestir hverjir reynslu af aðlögun gengis hér innanlands. Það sama verður ekki sagt um marga erlenda aðila sem hófu mikla útgáfu skuldabréfa í krónum þegar gengi hennar var sterkt. Á sama tíma og erlendir aðilar keyptu krónur af fullum krafti voru innlendir aðilar að selja hana og færa áhættu úr krónunni í aðrar myntir. Án þess má vænta að krónan hefði ofrisið enn meir en raunin er. Erlendir fjárfestar virðast hafa einblínt á vaxtamun milli Íslands og Evrópu, en um leið vanmetið gjaldeyrisáhættuna. Lækkun gengisins er því áminning til þeirra um að hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Af framansögðu blasir við að erlendir fjárfestar hafa án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því tekið að sér hluta gengisáhættunnar fyrir innlenda aðila. Krónan er örmynt og á alþjóðlegan mælikvarða þarf smáaura til að hreyfa gengi hennar. Vandséð er að slík örmynt fái staðist til framtíðar. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem horfast í augu við þá staðreynd að til lengri tíma litið er ólíklegt að við munum búa við sjálfstæða mynt. Alþjóðavæðing viðskiptaheimsins mun færa okkur nær hagsveiflu Evrópuþjóða og þar með draga úr vægi þess að hafa eigin gjaldmiðil. Hugmynd viðskiptaráðherra um að skoða möguleika á að taka upp evru, án Evrópusambandsaðildar, ætti ekki að kasta frá sér án gaumgæfilegrar skoðunar. Myntin er helsta hindrun fjárfestingar erlendra aðila hérlendis, hvort heldur er í íslenskum fyrirtækjum á markaði eða í því að keppa við innlend fyrirtæki á markaði. Hitt hefur brunnið við að í umræðum um gjaldmiðilinn hafi verið horft til þess að núverandi þensla í hagkerfinu væri viðráðanlegri ef við byggjum við evru. Það er ekki rétt. Þvert á móti væri fyrirsjáanleg enn erfiðari glíma vegna þenslu ef evran væri í gildi. Evran myndi gera mun strangari kröfur til hagstjórnar og samninga á vinnumarkaði. Refsing fyrir slaka hagstjórn og illa ígrundaða kjarasamninga væri ekki í veikingu gjaldmiðils, heldur gjaldþrotum og atvinnuleysi. Evran mun ekki leysa okkur undan því að takast á við efnahagsveruleikann af skynsemi, enda ætti enginn að óska sér slíks. Fyrr en okkur grunar munum við þurfa að taka afstöðu til stöðu okkar í heiminum og hagsmuna okkar til framtíðar. Evrópa stendur okkur næst og því hlýtur umræða um evru að fléttast inn í framtíðarsýn okkar. Slík umræða er nauðsynleg og löngu tímabær.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun