Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg 4. apríl 2006 16:39 Gestur Jónsson. MYND/GVA Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Sjá meira
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Sjá meira