Undrafjölskyldan í Ameríku 15. ágúst 2007 05:30 Að ala upp heila nýja manneskju er ekki smátt verkefni heldur krefst bæði hæfileika og úthalds. Þannig geta hinir dæmigerðu foreldrar sem sumir afgreiða jafnvel þrjú eða fjögur börn talist sannkallaðar hvunndagshetjur. Afrek okkar hinna venjulegu - mér liggur við að segja dauðlegu - blikna þó í samanburði við Duggers-hjónin sem búa vitaskuld í Ameríku. Nú í byrjun ágúst eignuðust þau sitt sautjánda barn. Að óathuguðu máli væri hægt að ímynda sér órakað hjólhýsahyski með bjórdós í annarri og hamborgara í hinni sem hefur aldrei kynnt sér aðgengilegar getnaðarvarnir. Rannsóknir mínar hafa hinsvegar leitt í ljós að hér er á ferð ameríski draumurinn í sinni ýktustu mynd. Ekkert afkvæmi þessara undursamlegu hjóna á við sjáanlega annmarka að glíma heldur eru þau eins og klippt út úr dúkkulísubók frá miðri síðustu öld. Öll í stíl heita þau nöfnum sem byrja á J. Yndisfögur og samheldin við að sinna hvert og eitt sínum daglegu skyldum með bros á vör, þau eldri gæta hinna yngri og enginn minnist á að þetta sé nú kannski orðið ágætt. Þvert á móti var ekki nema hálftími liðinn frá síðustu fæðingu þegar foreldrarnir voru farnir að plana þá næstu. Mömmunni fannst hálffúlt að eiga bara sjö stelpur og vill tíu stykki eins og strákana. Sannur feminísti. Börnin tóku virkan þátt í byggingu íbúðarhússins, læra öll bæði á fiðlu og píanó og ganga í skóla innan veggja heimilisins eins og tíðkast víða þarlendis. Kennararnir eru að sjálfsögðu hinir skotheldu foreldrar sem víla heldur ekki fyrir sér að fóðra allan skarann fyrir sama pening mánaðarlega og íslenskum hjónum með tvö börn tekst með sæmilegri útsjónarsemi. Í fjölmörgum frístundum leiðir heimilisfaðirinn svo biblíulestur fjölskyldunnar við eldhúsborðið. Ég kikna í hnjáliðunum yfir þessari ofurfjölskyldu og velti fyrir mér hvernig þetta gengur upp. Dettur einna helst í hug svipað feik eins og þegar kallinn fór til tunglsins, líklegast er þetta fólk ekki til í alvöru. Heima hjá mér þykir nefninlega bara alveg ljómandi gott ef allir komast út úr húsi fyrir klukkan níu á morgnana, saddir, greiddir og ógrátandi. Þá verður þetta örugglega góður dagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Að ala upp heila nýja manneskju er ekki smátt verkefni heldur krefst bæði hæfileika og úthalds. Þannig geta hinir dæmigerðu foreldrar sem sumir afgreiða jafnvel þrjú eða fjögur börn talist sannkallaðar hvunndagshetjur. Afrek okkar hinna venjulegu - mér liggur við að segja dauðlegu - blikna þó í samanburði við Duggers-hjónin sem búa vitaskuld í Ameríku. Nú í byrjun ágúst eignuðust þau sitt sautjánda barn. Að óathuguðu máli væri hægt að ímynda sér órakað hjólhýsahyski með bjórdós í annarri og hamborgara í hinni sem hefur aldrei kynnt sér aðgengilegar getnaðarvarnir. Rannsóknir mínar hafa hinsvegar leitt í ljós að hér er á ferð ameríski draumurinn í sinni ýktustu mynd. Ekkert afkvæmi þessara undursamlegu hjóna á við sjáanlega annmarka að glíma heldur eru þau eins og klippt út úr dúkkulísubók frá miðri síðustu öld. Öll í stíl heita þau nöfnum sem byrja á J. Yndisfögur og samheldin við að sinna hvert og eitt sínum daglegu skyldum með bros á vör, þau eldri gæta hinna yngri og enginn minnist á að þetta sé nú kannski orðið ágætt. Þvert á móti var ekki nema hálftími liðinn frá síðustu fæðingu þegar foreldrarnir voru farnir að plana þá næstu. Mömmunni fannst hálffúlt að eiga bara sjö stelpur og vill tíu stykki eins og strákana. Sannur feminísti. Börnin tóku virkan þátt í byggingu íbúðarhússins, læra öll bæði á fiðlu og píanó og ganga í skóla innan veggja heimilisins eins og tíðkast víða þarlendis. Kennararnir eru að sjálfsögðu hinir skotheldu foreldrar sem víla heldur ekki fyrir sér að fóðra allan skarann fyrir sama pening mánaðarlega og íslenskum hjónum með tvö börn tekst með sæmilegri útsjónarsemi. Í fjölmörgum frístundum leiðir heimilisfaðirinn svo biblíulestur fjölskyldunnar við eldhúsborðið. Ég kikna í hnjáliðunum yfir þessari ofurfjölskyldu og velti fyrir mér hvernig þetta gengur upp. Dettur einna helst í hug svipað feik eins og þegar kallinn fór til tunglsins, líklegast er þetta fólk ekki til í alvöru. Heima hjá mér þykir nefninlega bara alveg ljómandi gott ef allir komast út úr húsi fyrir klukkan níu á morgnana, saddir, greiddir og ógrátandi. Þá verður þetta örugglega góður dagur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun