Bankahólfið: Allt í salti 20. febrúar 2008 00:01 Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Sjá meira
Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Sjá meira