Matur

Byggkaka

2 dl haframjöl

2 dl möndlur

0,5 dl spelti hveiti

2 msk hlynsíróp

Smá vatn

salt

2 dl bankabygg lífrænt frá Eymundi

1 dós kókosmjólk (400 ml)

0,75 dl hlynsýróp

Salt

2 stk grænepli í teningum

1 dl kókosmjöl

1 stk sykurlaus hindberjasulta(250 g)



Aðferð

Haframjölinu, möndlunum, speltinu, saltinu og hlynsírópinu er blandað saman, vatninu skvett út í og hnoðað þar til að það tollir vel saman.

28 cm springform er klætt með smjörpappír og deiginu er komið fyrir í þannig að formi fallega skel.

Bakað við 150°c í um 10 mín, eða þar til fallega brúnað.

Sjóðið upp á bygginu í miklu vatni. Þegar suðan hefur komið upp sjóðið í 5 mínútur, skiptið um vatn og skolið byggið, sjóðið þá í vatni sem rétt flýtur yfir byggið í 15 mínútur og bætið kókosmjólkinni útí, hlynsírópinu og saltinu. Hrærið vel.

Þegar þetta er fulleldað, takið af hita, bætið út í eplunum og kókosmjölinu. Setjið allt í formið og kælið. Hrærið upp sultuna og smyrjið ofan á kökuna. Saðsöm og góð kaka.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.