Ofbeldi og fasismi Þráinn Bertelsson skrifar 28. apríl 2008 07:00 Árið 1209 höfðu „rétttrúaðir" kaþólikkar nógu að sinna í krossferð gegn „villutrú" Kaþara í Suður-Frakklandi. Þar kom að krossfaraherinn sat um Beziersborg, eitt höfuðvirkja Kaþara. Ákveðið var að ráðast til inngöngu í borgina. Herstjóri krossfara, Símon Montford jarl af Leicester, benti á að ekki væru allir íbúar borgarinnar villutrúarmenn. Kommissar eða umboðsmaður páfa (Innocentíusar eða Hreins III), Arnaud-Amaury, ábóti í Citeaux sagði þá setningu sem lifað hefur fram á vora daga: „Neca eos omnes, Deus suos agoscet."(„ Drepið þá alla. Drottinn hirðir sína." Enska þýðingin er: „Kill them all, let God sort them out."). Árið 2008, 799 árum síðar, er ofbeldi enn þá stundað í stærri stíl en nokkru sinni fyrr hérna á plánetunni okkar. Það sem helst hefur breyst er að auðugir aðilar hafa dregið sig út úr sjálfum bardögunum því að reynslan sýnir að það kemur best út fjárhagslega að láta láglaunamenn berjast við láglaunafólk. ADOLF Hitler trúði því statt og stöðugt að ofbeldi væri ekki einungis óhjákvæmilegt öðru hverju til að treysta stöðu valdhafa, heldur væri ofbeldi grundvallaratriði í skipan ríkisins. Hann sagði: „Allra fyrsta undirstaða velgengni er sífelld, stöðugt og regluleg beiting ofbeldis." Ekki er hægt að ásaka Adolf Hitler fyrir að vera ekki sjálfum sér samkvæmur að þessu leyti, því hann sagði einnig: „Mannúðarstefna er einkenni heimsku og kjarkleysis." ALGENGASTA réttlæting á ofbeldi er að óhjákvæmilegt sé að beita því í sjálfsvörn; og ríkisstjórnir megi ráðast á þegna sína þegar aðgerðir þeirra beinast að því að kollvarpa stjórnarskrá landsins. Sömuleiðis er talið óhjákvæmilegt að ríkisvaldið sé reiðubúið að grípa til ofbeldis til að halda uppi lögum og reglu. Samanber að handsama sjúka ofbeldismenn, morðingja og fólk sem er vitstola af vímuefnaneyslu. Að beita ofbeldi gegn friðsömum mótmælum, jafnvel þótt þau séu út af jafn fáránlegum meinlokum og hjá Köþörum forðum er villimennska af þeirri tegund sem við nú köllum fasisma, samanber orð fyrrnefnds Hitlers: „Allra fyrsta undirstaða velgengni er sífelld, stöðug og regluleg beiting ofbeldis." Mjór er mikils vísir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Árið 1209 höfðu „rétttrúaðir" kaþólikkar nógu að sinna í krossferð gegn „villutrú" Kaþara í Suður-Frakklandi. Þar kom að krossfaraherinn sat um Beziersborg, eitt höfuðvirkja Kaþara. Ákveðið var að ráðast til inngöngu í borgina. Herstjóri krossfara, Símon Montford jarl af Leicester, benti á að ekki væru allir íbúar borgarinnar villutrúarmenn. Kommissar eða umboðsmaður páfa (Innocentíusar eða Hreins III), Arnaud-Amaury, ábóti í Citeaux sagði þá setningu sem lifað hefur fram á vora daga: „Neca eos omnes, Deus suos agoscet."(„ Drepið þá alla. Drottinn hirðir sína." Enska þýðingin er: „Kill them all, let God sort them out."). Árið 2008, 799 árum síðar, er ofbeldi enn þá stundað í stærri stíl en nokkru sinni fyrr hérna á plánetunni okkar. Það sem helst hefur breyst er að auðugir aðilar hafa dregið sig út úr sjálfum bardögunum því að reynslan sýnir að það kemur best út fjárhagslega að láta láglaunamenn berjast við láglaunafólk. ADOLF Hitler trúði því statt og stöðugt að ofbeldi væri ekki einungis óhjákvæmilegt öðru hverju til að treysta stöðu valdhafa, heldur væri ofbeldi grundvallaratriði í skipan ríkisins. Hann sagði: „Allra fyrsta undirstaða velgengni er sífelld, stöðugt og regluleg beiting ofbeldis." Ekki er hægt að ásaka Adolf Hitler fyrir að vera ekki sjálfum sér samkvæmur að þessu leyti, því hann sagði einnig: „Mannúðarstefna er einkenni heimsku og kjarkleysis." ALGENGASTA réttlæting á ofbeldi er að óhjákvæmilegt sé að beita því í sjálfsvörn; og ríkisstjórnir megi ráðast á þegna sína þegar aðgerðir þeirra beinast að því að kollvarpa stjórnarskrá landsins. Sömuleiðis er talið óhjákvæmilegt að ríkisvaldið sé reiðubúið að grípa til ofbeldis til að halda uppi lögum og reglu. Samanber að handsama sjúka ofbeldismenn, morðingja og fólk sem er vitstola af vímuefnaneyslu. Að beita ofbeldi gegn friðsömum mótmælum, jafnvel þótt þau séu út af jafn fáránlegum meinlokum og hjá Köþörum forðum er villimennska af þeirri tegund sem við nú köllum fasisma, samanber orð fyrrnefnds Hitlers: „Allra fyrsta undirstaða velgengni er sífelld, stöðug og regluleg beiting ofbeldis." Mjór er mikils vísir.