Aðgerða enn beðið Óli Kristján Ármannsson skrifar 30. ágúst 2008 00:01 Með skömmu millibili hafa nú forstöðumenn greiningardeilda stóru viðskiptabankanna þriggja birt greinar þar sem fjallað er um stöðu bankanna í íslensku hagkerfi og um leið stefnu stjórnvalda í hagstjórninni. Þungi er í skrifunum. Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi hefur bent á alvarlega brotalöm í peningamálastefnu Seðlabankans, sem hann segir grafa undan eigin trúverðugleika með því að nýta ekki svigrúm hvað markmið varðar. Edda Rós Karlsdóttir í Landsbankanum og Ingólfur Bender hjá Glitni telja svo bæði að verði ekki komið hér upp viðunandi baklandi fyrir bankana, hvort sem það væri með því að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans til að efla trú á að hann fái varið hér fjármálastöðugleika, eða með myntsamstarfi, þá sé einsýnt að þeir komi til með að færa rekstur sinn annað. „Hvert ættu bankarnir svo sem að fara?" kynni einhver að svara. Í miðri alþjóðlegri lausafjárkreppu getur verið að hægt sé að leyfa sér drýldin svör um möguleika þeirra. Barnaskapur væri hins vegar að halda að til dæmis Bretar, Írar eða Norðmenn myndu afþakka skatttekjur af öflugu fjármálafyrirtæki með rekstur á alþjóðavísu. Finni bankarnir ekki bakland hér þarf ekki að koma á óvart þótt þeir hugsuðu sér til hreyfings þegar eðlilegt ástand færist á ný yfir fjármálalíf heimsins. Ótrúlegt og ólíklegt þykir manni að ráðamenn þjóðarinnar aðhyllist skoðanir sem komið hafa upp í umræðunni um að það væri bara allt í lagi að sjá á eftir bönkunum úr landi. Að hér henti mikið fremur starfsemi smárra fjármálafyrirtækja sem sinni sínu nærumhverfi og fái ekki að vaxa hagkerfinu yfir höfuð. Kannski að menn horfi þar til sparisjóðanna, sem ekki eru of sælir þessa dagana. Til hvers hefur hér verið reynt að byggja upp hagfellt umhverfi til fyrirtækjareksturs og skattar á þau lækkaðir, ef pínulítill og óstöðugur gjaldmiðill hrekur þau fyrirtæki úr landi sem geta flúið? Hvað hefur breyst frá því Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti á haustdögum 2006 skýrslu nefndar um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi og fól embættismönnum forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyta að vinna frekar úr þeim hugmyndum sem þar voru reifaðar? Margir eru orðnir langeygir eftir aðgerðum stjórnvalda og átelja þau fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Nú líður að stýrivaxtaákvörðun þar sem búist er við því að haldið verði í himinhátt vaxtastig sem greinilega er ekki að skila tilætluðum árangri í baráttu við verðbólguna. Óskandi væri að þar á bæ gæfu menn gaum skrifum Ásgeirs Jónssonar um að nýta beri 1,5 prósenta þolmörkin í kringum 2,5 prósenta verðbólgumarkmið bankans. „Hins vegar hefur Seðlabanki Íslands frá 2005 látið sem þessi þolmörk séu ekki til þegar peningamálastefnan er rökstudd og skýrð," segir hann í hálffimmfréttum bankans. Raunhæf markmið eru líkast til lykillinn að því að ná árangri á reynandi tímum. Seðlabankinn svarar fyrir stefnuna næsta vaxtaákvörðunardag, 11. september, og kemur þá í ljós hvort þau svör ná að renna stoðum undir síþverrandi trú á peningamálastefnu bankans. Sömuleiðis verður spennandi að heyra hvaða skilaboð forsætisráðherra hefur að færa næstkomandi þriðjudag í boðaðri umfjöllun um efnahagsmál á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun
Með skömmu millibili hafa nú forstöðumenn greiningardeilda stóru viðskiptabankanna þriggja birt greinar þar sem fjallað er um stöðu bankanna í íslensku hagkerfi og um leið stefnu stjórnvalda í hagstjórninni. Þungi er í skrifunum. Ásgeir Jónsson hjá Kaupþingi hefur bent á alvarlega brotalöm í peningamálastefnu Seðlabankans, sem hann segir grafa undan eigin trúverðugleika með því að nýta ekki svigrúm hvað markmið varðar. Edda Rós Karlsdóttir í Landsbankanum og Ingólfur Bender hjá Glitni telja svo bæði að verði ekki komið hér upp viðunandi baklandi fyrir bankana, hvort sem það væri með því að efla gjaldeyrisforða Seðlabankans til að efla trú á að hann fái varið hér fjármálastöðugleika, eða með myntsamstarfi, þá sé einsýnt að þeir komi til með að færa rekstur sinn annað. „Hvert ættu bankarnir svo sem að fara?" kynni einhver að svara. Í miðri alþjóðlegri lausafjárkreppu getur verið að hægt sé að leyfa sér drýldin svör um möguleika þeirra. Barnaskapur væri hins vegar að halda að til dæmis Bretar, Írar eða Norðmenn myndu afþakka skatttekjur af öflugu fjármálafyrirtæki með rekstur á alþjóðavísu. Finni bankarnir ekki bakland hér þarf ekki að koma á óvart þótt þeir hugsuðu sér til hreyfings þegar eðlilegt ástand færist á ný yfir fjármálalíf heimsins. Ótrúlegt og ólíklegt þykir manni að ráðamenn þjóðarinnar aðhyllist skoðanir sem komið hafa upp í umræðunni um að það væri bara allt í lagi að sjá á eftir bönkunum úr landi. Að hér henti mikið fremur starfsemi smárra fjármálafyrirtækja sem sinni sínu nærumhverfi og fái ekki að vaxa hagkerfinu yfir höfuð. Kannski að menn horfi þar til sparisjóðanna, sem ekki eru of sælir þessa dagana. Til hvers hefur hér verið reynt að byggja upp hagfellt umhverfi til fyrirtækjareksturs og skattar á þau lækkaðir, ef pínulítill og óstöðugur gjaldmiðill hrekur þau fyrirtæki úr landi sem geta flúið? Hvað hefur breyst frá því Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti á haustdögum 2006 skýrslu nefndar um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi og fól embættismönnum forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneyta að vinna frekar úr þeim hugmyndum sem þar voru reifaðar? Margir eru orðnir langeygir eftir aðgerðum stjórnvalda og átelja þau fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Nú líður að stýrivaxtaákvörðun þar sem búist er við því að haldið verði í himinhátt vaxtastig sem greinilega er ekki að skila tilætluðum árangri í baráttu við verðbólguna. Óskandi væri að þar á bæ gæfu menn gaum skrifum Ásgeirs Jónssonar um að nýta beri 1,5 prósenta þolmörkin í kringum 2,5 prósenta verðbólgumarkmið bankans. „Hins vegar hefur Seðlabanki Íslands frá 2005 látið sem þessi þolmörk séu ekki til þegar peningamálastefnan er rökstudd og skýrð," segir hann í hálffimmfréttum bankans. Raunhæf markmið eru líkast til lykillinn að því að ná árangri á reynandi tímum. Seðlabankinn svarar fyrir stefnuna næsta vaxtaákvörðunardag, 11. september, og kemur þá í ljós hvort þau svör ná að renna stoðum undir síþverrandi trú á peningamálastefnu bankans. Sömuleiðis verður spennandi að heyra hvaða skilaboð forsætisráðherra hefur að færa næstkomandi þriðjudag í boðaðri umfjöllun um efnahagsmál á Alþingi.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun