Samdrætti spáð í Bretlandi 2. september 2008 14:52 Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira