Hvað líður fjármálamiðstöðinni alþjóðlegu? Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júlí 2008 09:56 Ekki er ofsagt að nokkrar hremmingar plagi nú atvinnulíf þjóðarinnar. Efnahagslífið er í harðri lendingu og þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir aukin gjaldþrot og uppsagnir áður en yfir lýkur. Þá má ljóst vera að leitað verður leiða til hagræðingar þegar fyrirtæki renna saman, líkt og viðbúið er að raunin verði með SPRON og Kaupþing. Ljóst er að margur fjárfestir hefur tapað miklu á bréfum SPRON og fjölmargir vonsviknir með þróun mála þar á bæ. Því er ef til vill ekki að undra að kjaftagangur aukist og jafnvel rógur um fyrirtækið, þegar jafnmargir eru brenndir. Fólk sem heyrir raddir hefur gjarnan tilhneigingu til að hrópa þær á torgum. Við aðstæður sem þessar er hins vegar hollt að hafa í huga að jafnvel þótt fólk heyri raddir er ekki endilega víst að þær beri í sér raunsanna mynd af stöðu mála. Núna ríður á að finna leiðir út úr efnahagslægðinni og margir, svo sem viðmælendur í opnuviðtali blaðsins, sem telja að í þeim efnum sé nærtækast að horfa til orkuiðnaðarins þar sem forskot þjóðarinnar á aðrar þjóðir er augljóst. Vert er þó að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira að koma til en að keyra hagkerfið í nýja rússíbanaferð virkjana og álframkvæmda. Þótt það kunni að vera gaman á uppleiðinni finnur fólk nú á eigin skinni hvernig líðanin er í lægðinni. Hér þarf að komast á meiri stöðugleiki þannig að bæði heimili og fyrirtæki geti með góðu móti gert áætlanir til framtíðar. Þá þarf meira að koma til en nýjar og umfangsmiklar framkvæmdir. Á haustdögum 2006 skilaði skýrslu nefnd undir forystu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, sem ætlað var að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Mikill uppgangur fjármálakerfisins hér og stóraukið vægi fjármálafyrirtækja í hagkerfinu leiddi berlega í ljós hvers virði það væri fyrir samfélagið ef hér mætti byggja upp slíka miðstöð, ekki bara með tilliti til skatttekna, heldur einnig afleiddra tekna af umsvifum, fjölbreyttara atvinnuumhverfi og þar fram eftir götunum. „Hugmyndin um að efla alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi snýst um að veita hingað alþjóðlegum fjármagnshreyfingum, ná hingað höfuðstöðvum alþjóðlegra fyrirtækja og mynda tekjustrauma sem með hóflegri skattlagningu yrðu mikilvæg tekjulind fyrir íslenska ríkið og uppspretta nýrra og arðbærra sérfræðistarfa,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni þegar hann kynnti skýrsluna. Minna hefur svo borið á að hrint væri í framkvæmd þeim breytingum og umbótum sem taldar voru í skýrslu nefndarinnar forsendur þess að hér mætti byggja upp slíka miðstöð alþjóðlegra fjármála. Af því sem komist hefur af teikniborðinu mætti kannski helst nefna sæstrengi sem tryggja eiga hér öryggi gagnaflutninga og svo fyrirliggjandi frumvarp á Alþingi um heimild til lífeyrissjóða til að lána hlutabréf. Óstöðugt hagkerfi og miklar sveiflur gjaldmiðilsins eru hins vegar lítt fýsilegar aðstæður fyrir fjármálafyrirtæki og vert að rifja upp orð Sigurðar Einarssonar á aðalfundi Kaupþings í fyrra þar sem hann sagði að eftir því sem fjármálafyrirtækin hér yrðu alþjóðlegri þyrftu þau að geta fært fyrir því rök að hafa höfuðstöðvar sínar hér, til þess að „geta sannfært þá fjárfesta sem leggja enga merkingu í íslenskar rætur fyrirtækjanna“. Alþjóðleg lausafjárkreppa og vantraust plaga fjármálafyrirtæki um heim allan og gera enn um sinn. Þegar út úr þessu tímabili kemur ráðast tækifæri þjóðarinnar og fjármálafyrirtækja sem hér starfa af þeirri umgjörð sem þessari starfsemi er hér búin. Hafi mönnum verið alvara með vangaveltum um alþjóðlega fjármálamiðstöð hér á landi er ljóst að nýta þarf tímann vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Ekki er ofsagt að nokkrar hremmingar plagi nú atvinnulíf þjóðarinnar. Efnahagslífið er í harðri lendingu og þarf ekki mikla spámenn til að sjá fyrir aukin gjaldþrot og uppsagnir áður en yfir lýkur. Þá má ljóst vera að leitað verður leiða til hagræðingar þegar fyrirtæki renna saman, líkt og viðbúið er að raunin verði með SPRON og Kaupþing. Ljóst er að margur fjárfestir hefur tapað miklu á bréfum SPRON og fjölmargir vonsviknir með þróun mála þar á bæ. Því er ef til vill ekki að undra að kjaftagangur aukist og jafnvel rógur um fyrirtækið, þegar jafnmargir eru brenndir. Fólk sem heyrir raddir hefur gjarnan tilhneigingu til að hrópa þær á torgum. Við aðstæður sem þessar er hins vegar hollt að hafa í huga að jafnvel þótt fólk heyri raddir er ekki endilega víst að þær beri í sér raunsanna mynd af stöðu mála. Núna ríður á að finna leiðir út úr efnahagslægðinni og margir, svo sem viðmælendur í opnuviðtali blaðsins, sem telja að í þeim efnum sé nærtækast að horfa til orkuiðnaðarins þar sem forskot þjóðarinnar á aðrar þjóðir er augljóst. Vert er þó að velta fyrir sér hvort ekki þurfi meira að koma til en að keyra hagkerfið í nýja rússíbanaferð virkjana og álframkvæmda. Þótt það kunni að vera gaman á uppleiðinni finnur fólk nú á eigin skinni hvernig líðanin er í lægðinni. Hér þarf að komast á meiri stöðugleiki þannig að bæði heimili og fyrirtæki geti með góðu móti gert áætlanir til framtíðar. Þá þarf meira að koma til en nýjar og umfangsmiklar framkvæmdir. Á haustdögum 2006 skilaði skýrslu nefnd undir forystu Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings, sem ætlað var að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi hér á landi og samkeppnishæfni þjóðarinnar. Mikill uppgangur fjármálakerfisins hér og stóraukið vægi fjármálafyrirtækja í hagkerfinu leiddi berlega í ljós hvers virði það væri fyrir samfélagið ef hér mætti byggja upp slíka miðstöð, ekki bara með tilliti til skatttekna, heldur einnig afleiddra tekna af umsvifum, fjölbreyttara atvinnuumhverfi og þar fram eftir götunum. „Hugmyndin um að efla alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi snýst um að veita hingað alþjóðlegum fjármagnshreyfingum, ná hingað höfuðstöðvum alþjóðlegra fyrirtækja og mynda tekjustrauma sem með hóflegri skattlagningu yrðu mikilvæg tekjulind fyrir íslenska ríkið og uppspretta nýrra og arðbærra sérfræðistarfa,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ræðu sinni þegar hann kynnti skýrsluna. Minna hefur svo borið á að hrint væri í framkvæmd þeim breytingum og umbótum sem taldar voru í skýrslu nefndarinnar forsendur þess að hér mætti byggja upp slíka miðstöð alþjóðlegra fjármála. Af því sem komist hefur af teikniborðinu mætti kannski helst nefna sæstrengi sem tryggja eiga hér öryggi gagnaflutninga og svo fyrirliggjandi frumvarp á Alþingi um heimild til lífeyrissjóða til að lána hlutabréf. Óstöðugt hagkerfi og miklar sveiflur gjaldmiðilsins eru hins vegar lítt fýsilegar aðstæður fyrir fjármálafyrirtæki og vert að rifja upp orð Sigurðar Einarssonar á aðalfundi Kaupþings í fyrra þar sem hann sagði að eftir því sem fjármálafyrirtækin hér yrðu alþjóðlegri þyrftu þau að geta fært fyrir því rök að hafa höfuðstöðvar sínar hér, til þess að „geta sannfært þá fjárfesta sem leggja enga merkingu í íslenskar rætur fyrirtækjanna“. Alþjóðleg lausafjárkreppa og vantraust plaga fjármálafyrirtæki um heim allan og gera enn um sinn. Þegar út úr þessu tímabili kemur ráðast tækifæri þjóðarinnar og fjármálafyrirtækja sem hér starfa af þeirri umgjörð sem þessari starfsemi er hér búin. Hafi mönnum verið alvara með vangaveltum um alþjóðlega fjármálamiðstöð hér á landi er ljóst að nýta þarf tímann vel.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun