Abbas reynir að styrkja sig í sessi Óli tynes skrifar 3. maí 2008 17:22 Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land. Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira
Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land.
Erlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Sánan í Vesturbæ rifin Innlent Fleiri fréttir Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Sjá meira