Búrma: 22 þúsund látnir, 43 þúsund saknað Guðjón Helgason skrifar 6. maí 2008 18:30 Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi. Erlent Fréttir Mest lesið Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins í Búrma verða stöðugt hryllilegri eftir því sem frá líður en nú er talið að 65 þúsund manns hafi farist í hamförunum. Fjöldi þjóða hefur boðið fram aðstoð sína en erfitt er um vik vegna skemmda á vegum og fjarskiptakerfi landsins. Ekki er útlokað að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Yfirvöld hafa staðfest að minnst 22.500 manns hafi farist og að 43 þúsund sé saknað. Óttast er að látnum eigi enn eftir að fjölga þar sem eftir er að komast að sumum svæðum sem eru illa leikin. Auk þess er Búrma lokað land og upplýsingar sem þaðan kom oft af skornum skammti. Miðað við upplýsingar nú er ljóst að fleiri hafa ekki farist í fellibyl í Asíu síðan 1991 þega 143 þúsund manns fórust þegar fellibylur skall á Bangladess. Fjölmörg ríki hafa boðið yfirvöldum í Búrma ýmis konar aðstoð - hvort sem það er að senda peninga, hjálpargögn eða björgunarfólk. Flugvél með hjálpargögn frá Taílandi lenti í höfuðborginni Rangoon í dag. George Bush, Bandaríkjaforseti, bauðst til að senda herskip til að aðstoða við leit að þeim sem eru týndir. Til þess yrði herforingja stjórnin að hleypa bandarískum sérfræðingum inn í Búrma til að meta umfang eyðileggingarinnar. Skilaboð Bush til herforingjanna voru því þau að þeir ættu að leyfa Bandaríkjamönnum að koma og hjálpa þeim að hjálpa þjóðinni. Herforingjastjórnin hefur þegar hleypt alþjóðlegum hjálparsamtökum inn í landið sem þykir til marks um hve neyðin sé mikil í landinu enda herforingjarnir ekki þekktir fyrir samvinnu við erlendar stofnanir. Sigfríður Einarsdóttir, kennari, var stödd í Rangoon þegar fellibylurinn fór yfir. Á bloggsíðu sinni segir hún að heilu trén hafi rifnað upp með rótum, staurar með auglýsingaskiltum á hafi bognað eins og lakkrísstangir, girðingar rifnað upp og mörg hús staðið eftir þak- og gluggalaus. Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Búrma til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis. Þeim sem vilja styðja við neyðaraðstoð Rauða krossins í Búrma er bent á söfnunarsíma Rauða kross Íslands 907-2020. Við hvert símtal dragast 1.200 krónu frá næsta símreikningi.
Erlent Fréttir Mest lesið Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira