Stórfelldur samdráttur hjá Société Generale 21. febrúar 2008 08:53 Daniel Bouton, forstjóri Société Generale. Mynd/AFP Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. Afkoma bankans, sem er annar stærsti banki Frakklands, var hins vegar neikvæður um 3,35 milljónir evra á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það skýrist af afskriftum Kerviels, sem veðjaði á kolrangan hest í framvirkum afleiðuviðskiptum sínum á verðbréfamörkuðum. Kerviel veðjaði á að gengi vísitalna hækkaði þegar raunin varð önnur. Hann segir yfirmenn sína hafa vitað af gjörningum sínum en lokað augunum fyrir þeim þar sem þeir hafi fram til þessa skilað bankanum góðum hagnaði.Niðurstaða af rannsókn málsins sem birt var í gær hefur sömuleiðis sýnt fram á að umfangsmikil verðbréfaviðskipti Kerviels hafi byrjað árið 2005. Skýrsla um málið var birt í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Franski bankinn Socété Generale hagnaðist um 947 milljónir evra, jafnvirði 94 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári þrátt fyrir að 4,9 milljarðar evra hafi verið strikaðar út úr bókum bankans vegna taps verðbréfamiðlarans fyrrverandi, Jeróme Kerviels. Þetta er engu að síður 82 prósenta samdráttur á milli ára. Afkoma bankans, sem er annar stærsti banki Frakklands, var hins vegar neikvæður um 3,35 milljónir evra á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Það skýrist af afskriftum Kerviels, sem veðjaði á kolrangan hest í framvirkum afleiðuviðskiptum sínum á verðbréfamörkuðum. Kerviel veðjaði á að gengi vísitalna hækkaði þegar raunin varð önnur. Hann segir yfirmenn sína hafa vitað af gjörningum sínum en lokað augunum fyrir þeim þar sem þeir hafi fram til þessa skilað bankanum góðum hagnaði.Niðurstaða af rannsókn málsins sem birt var í gær hefur sömuleiðis sýnt fram á að umfangsmikil verðbréfaviðskipti Kerviels hafi byrjað árið 2005. Skýrsla um málið var birt í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira