Olíuverð í sögulegu hámarki 27. febrúar 2008 11:02 Maður horfir á mælinn tikka á bensínstöð. Verðið á bensíndropanum hefur hækkað samhliða hráolíuverðinu, sem stendur í hæstu hæðum. Mynd/AFP Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira