Dollarinn stígur upp af botninum 5. mars 2008 09:18 Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. Evran hefur staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og snerti ein evra 100 krónurnar í vikunni. Háir stýrivextir á evrusvæðinu, sem standa í fjórum prósentum, eiga stóran þátt í styrkingu evrunnar upp á síðkastið. Stýrivextirnir hafa sjaldan verið hærri og hefur verið þrýst á lækkun vaxta til að koma genginu niður og létta undir í því erfiða árferði sem nú er á fjármálamörkuðum. Breska ríkisútvarpið hefur í dag eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra í Evrópu, að ekki sé útilokað að stýrivextir verði lækkaðir á næstunni enda ljóst að hátt gengi geti komið niður á útflutningsfyrirtækjum. Vaxtaákvörðunardagur er á evrusvæðinu á morgun og er reiknað með óbreyttum stýrivöxtum að sinni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Gengi bandaríkjadals hefur styrkst lítillega í dag gagnvart evru, sem hefur veikst lítilleg á móti. Dollarinn var í sögulegum botni gagnvart evrunni á mánudag og kostaði ein evra þá 1,528 dali og hafði aldrei verið dýrari. Væntingar um hugsanlega veikingu evrunnar á næstu misserum eiga sinn þátt í þróuninni. Evran hefur staðið í hæstu hæðum upp á síðkastið og snerti ein evra 100 krónurnar í vikunni. Háir stýrivextir á evrusvæðinu, sem standa í fjórum prósentum, eiga stóran þátt í styrkingu evrunnar upp á síðkastið. Stýrivextirnir hafa sjaldan verið hærri og hefur verið þrýst á lækkun vaxta til að koma genginu niður og létta undir í því erfiða árferði sem nú er á fjármálamörkuðum. Breska ríkisútvarpið hefur í dag eftir Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóra í Evrópu, að ekki sé útilokað að stýrivextir verði lækkaðir á næstunni enda ljóst að hátt gengi geti komið niður á útflutningsfyrirtækjum. Vaxtaákvörðunardagur er á evrusvæðinu á morgun og er reiknað með óbreyttum stýrivöxtum að sinni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira