Matur

Túnfisksalat með lárperu og papadum

2 túnfisksteikur

1 stk avocado

1 stk mangó

1 poki radísur

1 dós kotasæla

100 ml mæjónes

Salt og pipar

1 pk papadums

 

Aðferð

Kryddið túnfiskinn með salti og pipar. Steikið upp úr olíu í ca. 2 mín á hvorri hlið.

Rífið túnfiskinn niður í skál. Skrælið avocadoið og mangóið. Skrælið það áfram út í skálina.

Skerið radísurnar í báta.

Bætið kotasælunni út í ásamt mæjónesinu.

Kryddið með salti og pipar.

Steikið papadumið eftir leiðbeiningum á pakka.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.