Englandsbanki lækkar stýrivexti 10. apríl 2008 11:14 Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, ásamt Gordon Brown, forsætisráðherra. Mynd/AFP Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Vaxtaákvörðunin er í samræmi við spá Bloomberg-fréttaveitunnar en 52 af 61 fjármálasérfræðingi töldu líkur á að vextir yrðu lækkaðir. Aðrir töldu að þeim yrði haldið óbreyttum. Bloomberg segir ljóst að bankastjórnin hafi ákveðið að horfa framhjá verðbólguvæntingum tímabundið í ljósi aðstæðna á mörkuðum. Þetta er svipað viðhorf og hjá bandaríska seðlabankanum sem hefur lækkað stýrivexti ört frá haustdögum í fyrra. Breski seðlabankinn segir aðstæður á fjármálamörkuðum hafa versnað og séu erfiðir tímar framundan á lánsfjármörkuðum. Gangi hins vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 1,6 prósenta hagvöxt á árinu eftir muni það geta haldið verðbólgu niðri. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Englandsbanki lækkaði stýrivexti um 25 punkta í dag og standa vextir nú í 5,0 prósentum. Bankastjórnin hefur verið undir miklum þrýstingi að koma til móts við fjárfesta og atvinnulífið með lækkun vaxta. Þá er sömuleiðis horft til þess að blása lífi í einkaneyslu sem hefur dregist saman samhliða verðlækkunum á fasteignamarkaði. Vaxtaákvörðunin er í samræmi við spá Bloomberg-fréttaveitunnar en 52 af 61 fjármálasérfræðingi töldu líkur á að vextir yrðu lækkaðir. Aðrir töldu að þeim yrði haldið óbreyttum. Bloomberg segir ljóst að bankastjórnin hafi ákveðið að horfa framhjá verðbólguvæntingum tímabundið í ljósi aðstæðna á mörkuðum. Þetta er svipað viðhorf og hjá bandaríska seðlabankanum sem hefur lækkað stýrivexti ört frá haustdögum í fyrra. Breski seðlabankinn segir aðstæður á fjármálamörkuðum hafa versnað og séu erfiðir tímar framundan á lánsfjármörkuðum. Gangi hins vegar spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 1,6 prósenta hagvöxt á árinu eftir muni það geta haldið verðbólgu niðri.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira