Geir Haarde verður 139 ára þegar almenningur verður upplýstur að fullu Höskuldur Kári Schram skrifar 1. desember 2009 18:38 Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Allt að 80 ára leynd mun hvíla á viðkvæmum upplýsingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar í tengslum við skýrslu um bankahrunið. Um er ræða upplýsingar sem snerta launakjör einstaklinga og rekstur fyrirtækja. Forseti Alþingis segir að þetta muni ekki rýra gildi skýrslunnar. Rannsóknarnefnd Alþingis tók formlega til starfa um síðustu áramót en nefndinni er ætlað að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Nefndin átti upprunalega á að skila lokaskýrslu í nóvember en því var frestað um þrjá mánuði. Á því tímabili sem nefndin hefur starfað hefur hún kallað til sín fjölmargar lykilpersónur úr íslensku viðskipta og stjórnmálalífi undanfarinna ára. Fundirnir hafa þó allir verið haldnir fyrir lokuðum dyrum fjarri augum almennings og fjölmiðla. Skýrslu nefndarinnar hefur því verið beðið með nokkurri eftirvæntingu en samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir á Alþingi mun skýrslan ekki innihalda allar þær upplýsingar sem nefndin hefur haft til meðferðar. Þannig verður lokað á upplýsingar er snerta fjárhagsmálefni einstaklinga og fyrirtækja í allt að 80 ár. Upplýsingarnar verða dulkóðaðar og geymdar í sérstökum gagnagrunni á þjóðskjalasafninu þangið til allri leynd hefur verið aflétt. Forseti Alþingis segir að aldrei hafi staðið til að birta allar þessar upplýsingar í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „En auðvitað er Rannsóknarnefndin búin að fara í gegnum allar þessar upplýsinar og ég geri ráð fyrir því að hún birti allt sem þarf að birta í skýrslunni af þessum upplýsingum," segir Ásta Ragnheiður. Hún segir að skýrslan verði eins tæmandi eins og rannsóknarnefndin gat gert hana á þeim tíma sem henni var ætlaður til þess að vinna þetta. Allt það sem að rannsóknarnefndin telji að eigi að vera upplýst verði í skýrslunni Það verður því fyrst árið 2090 sem allar upplýsingar ættu að liggja fyrir opinberlega. Þá verður Davíð Oddsson 142 ára gamall, Geir H. Haarde, 139 ára, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 136 ára, Jón Ásgeir Jóhannesson, 122 og Björgólfur Guðmundsson, 149 ára gamall.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira