„Hreyfingin gefur þingmönnum puttann" 29. desember 2009 10:42 „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna,“ sagði Siv í umræðum um níu manna þingmannanefnd á Alþingi í dag. Mynd/GVA Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv. Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi málflutning þingmanna Hreyfingarinnar í umræðum á Alþingi í dag um þingnefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Hún sagði Hreyfinguna gefa Alþingi puttann. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar verður birt í lok janúar en upphaflega stóð til að birta skýrsluna í nóvember. Samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir stendur til að kjósa níu manna þingmannanefnd sem mun hafa það hlutverk að fjalla um skýrslu rannsóknanefndarinnar. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði frumvarpið vont og ótrúverðugt. Alþingi ætli að rannsaka sjálft sig. Þá gagnrýndi Þór að þingnefndin ætli að taka sér níu mánuði til að fara yfir skýrsluna og skila af sér froðu um næstu Verslunarmannahelgi. „Ég vil bara mótmæla því hvernig hér er talað niður til þingsins og þingmanna. Hér gefur Hreyfingin þingmönnum puttann og ég neita að sitja undir því," sagði Siv sem var allt annað sátt með yfirlýsingar Þórs og þingmanna Hreyfingarinnar að undanförnu. Hún sagði rangt að þingið ætli að rannsaka sjálft sig og það viti Þór vel. Sérstök rannsóknarnefnd væri nú að störfum að rannsaka aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Þingið fái í framhaldinu skýrslu um málið. „Hvernig dirfist þingmaðurinn að tala svona. Hér erum við að vanda til verka og ná samstöðu í mikilvægu máli og þá kýs Hreyfingin að grafa undan öllu trausti sem við erum að reyna að byggja upp og ég mótmæli því," sagði Siv.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00 Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53 Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57 Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Fyrningu ráðherrabrota seinkað Möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast á fjórum árum en ekki þremur, nái breytingar allsherjarnefndar Alþingis á frumvarpi til breytinga á lögum um rannsókn á falli bankanna og tengdum atburðum fram að ganga. Nefndin afgreiddi breytingartillögu þar um á fundi í gærmorgun. 29. desember 2009 05:00
Ráðherraábyrgð Davíðs og Halldórs fyrnd Embættisfærslur Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar í embætti forsætisráðherra koma ekki til skoðunar sérstakrar þingmannanefndar sem verður gert að kanna möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. 28. desember 2009 18:53
Nefnd um rannsóknarnefnd skipuð fyrir áramót Níu manna þingmannanefnd sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis verður væntanlega skipuð fyrir áramót. Þingmenn vilja skipa í nefndina sem fyrst til að koma í veg fyrir frekari fyrningu brota sem snerta ráðherraábyrgð. 28. desember 2009 11:57
Þingnefndin er prófsteinn á styrk Alþingis Formaður allsherjarnefndar Alþingis segir að vinnu þingmannanefndar sem ætlað er að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sé prófsteinn á styrk og trúverðugleika þingsins. 29. desember 2009 09:51