Matur

Hamborgarhryggur og eplasalat

Hamborgarhryggur frá Hagkaup

Hryggurinn er settur inní ofn við 160° í 90 mínútur, gott er að setja smá vatn í botninn svo hann þorni ekki. 

Hryggurinn er tekinn út og losaður af beininu.

Hjúpur: 

2msk sætt sinnep 

1 msk dijon sinnep 

3 msk púðursykur 

1-2 msk rauðvín

Öllu er blandað saman og sett yfir hrygginn. 

Hryggurinn er svo settur inní ofninn við c.a 220° í c.a 15 mín.

Eplasalat:

2 stk epli 

2 dl rjómi 

c.a 1 stilka sellerí 

dass sykur 

vínber

Eplin eru skræld og blandað saman við létt þeyttan rjóman, selleríið er skorið smátt niður og blandað saman við ásamt sykrinum. Vínberin eru svo sett saman við í restina.

Með þessu er svo auðvitað borið fram egils malt og appelsín

Brúnaðar kartöflur

1 kg kartöflur 

2dl sykur 

30 gr smjör 

1 dl rjómi

Kartöflurnar eru soðnar og skrældar. Sykurinn er brúnaður við vægan hita, smjörið er sett saman við og hrært vel við sykurinn. Rjóminn er svo settur rólega saman við sykurinn og kartöflurnar þar á eftir, veltið kartöflunum vel uppúr sykurhúðinni og berið fram.

Með þessu er svo auðvitað borið fram egils malt og appelsín.

Í desert er svo hin ómótsæðilega ísterta frá jóa fel.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.