Skálkaskjólið 5. nóvember 2009 06:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er vinsælt skotmark þessa dagana. Helst er að skilja að þessi alþjóðlega stofnun sé stór hluti af þeim vanda sem þjóðin glímir við. Gagnrýnin spannar allt sviðið, frá vinstri til hægri, enda liggur sjóðurinn vel við höggi. Saga hans hingað til er ekki beinlínis vörðuð glæsilegum sigrum og fáir eru til varnar. Þeir sem vilja hins vegar gera sjóðinn að blóraböggli við núverandi aðstæður eru á miklum villigötum. Efnahagsáætlunin sem var endurskoðuð og afgreidd í síðustu viku í Washington er höfundarverk þriggja stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar lagði grunn að áætluninni síðastliðið haust og undir hana skrifuðu, fyrir hönd ríkisins, þáverandi fjármálaráðherra og þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, báðir meðlimir í Sjálfstæðisflokknum. Þessa áætlun gerði Vinstrihreyfingin - grænt framboð að sinni þegar hún settist í ríkisstjórn fyrr á þessu ári. Að auki blessaði Framsóknarflokkurinn áætlunina með stuðningi sínum við minnihlutastjórn þeirra flokka sem náðu meirihluta í kosningum í vor. Efnahagsáætlunin er sem sagt íslensk í húð og hár. Engu að síður er enn verið að blaðra um að þetta sé áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hamast á honum fyrir verk sem aðrir bera ábyrgð á. Staðreyndir málsins eru þær að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er ein af þeim stoðum sem íslensk stjórnvöld hafa fengið til að styðja við efnahagsáætlun sína. Ef Ísland kýs svo er hægt að kveðja sjóðinn og afþakka aðstoð hans strax í dag. Hvaða úrræði væru þá í boði er á huldu. Fyrrverandi og núverandi stjórnarandstæðingar töldu lausnina vera að finna í Noregi. Það reyndist mikill misskilningur. Norðmenn höfðu engan áhuga á að lána okkur nema í samfloti við aðrar þjóðir og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skýringin á því áhugaleysi var ekki þrýstingur Breta og Hollendinga vegna Icesave, eins og hefur verið vinsæl söguskýring á drætti endurskoðunar efnahagsáætlunarinnar í Washington. Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, orðaði ástæðuna skorinort þegar hún sagði að Íslendingar yrðu að axla ábyrgð á þeirri frjálshyggjutilraun sem stjórnvöld hefðu ráðist í að gera. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með því hversu margir hafa verið tilbúnir að hjóla í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa í þeim málflutningi skákað í skjóli ábyrgðarleysisins sem felst í því að vera ekki lengur við völd. Innan ríkisstjórnarflokkanna reyndist sjóðurinn aftur á móti hentug fjarvistarsönnun fyrir stjórnleysinu sem ríkti í þeirra röðum vegna Icesave-málsins. Í báðum tilfellum er á ferðinni ákveðin tegund af afneitun á ábyrgð. Annars vegar á eigin gjörðum, hins vegar á því að stýra landinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun