Ömmurnar Charlotte Böving skrifar 28. október 2010 06:00 Yrði ég einhvern tíma beðin um að tala á kvennafrídaginn myndi ég halda ræðu sem heiðraði ömmur og segja frá því hve ómissandi þær eru. Getur nokkur elskað barn meira en foreldri þess? - Já, amma! Ég veit það af því að fjölskylda mín á enga ömmu hér á Íslandi og hennar er saknað daglega. Og mamma mín býr í Danmörku. Tengdamamma var áberandi í sinni vinnu rétt eins og margar aðrar ömmur. En minningar mínar af henni tengjast mest innilegu og persónulegu hliðinni á henni, eins og það að okkar beið kjötsúpa þegar við komum heim til Íslands í frí. Hún var alltaf tilbúin að passa og hjálpa til. Hún sat þolinmóð og kenndi dóttur okkar rímur og kvæði og borgaði píanótímana hennar. Mamma mín er úti í Danmörku og syngur dönsk barnalög eða skáldar sætar sögur í gegnum Skype. Ég get oft útbúið kvöldmat á meðan hún situr og heldur uppi stuðinu í tölvunni. Ég sakna ömmu vegna þess að hún kennir börnunum hluti sem ég hef ekki tíma til eða tök á, veit jafnvel ekkert um. Hún heldur utan um fjölskylduna, man eftir afmælum, skipuleggur sunnudagsmáltíðir þar sem fjölskyldan sest saman til borðs (og hittist kannski aldrei þess utan). Hún segir fréttir af fjölskyldunni, þannig að þegar við hittumst í jólaboðum höfum við fylgst hvert með öðru í gegnum ömmu. Við höfum séð myndir og fréttum af því hvað gerist í lífi barnanna, hvernig þeim gengur í skóla, tilhugalífi, áhugamálum. Það getur verið pirrandi, en almáttugur minn hvað maður saknar þess þegar það hverfur. Mæður okkar, ömmurnar í dag, vinna flestar utan heimilis - en þegar ég hugsa til þeirra minnist ég þeirra vegna heimilislífsins. Þær gæta fjölskyldunnar, tilbúnar til að hjálpa, elda, passa, miðla af reynslu og þekkingu og - fyrir alla ást þeirra. Á mánudaginn á Arnarhóli klöppuðum við fyrir leikskólakennurunum, sem mér þykir mjög virðingarvert. Mér finnst líka að við ættum að klappa fyrir ömmunum. Og ég myndi vilja sjá styttu af Ömmunni. Í alvöru - það voru ömmurnar sem störtuðu þessu öllu og eru það ekki þær sem halda þessu öllu saman? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Rangfærslur um Ísrael og Arabaríkin Hannes H. Gissurarson Skoðun
Yrði ég einhvern tíma beðin um að tala á kvennafrídaginn myndi ég halda ræðu sem heiðraði ömmur og segja frá því hve ómissandi þær eru. Getur nokkur elskað barn meira en foreldri þess? - Já, amma! Ég veit það af því að fjölskylda mín á enga ömmu hér á Íslandi og hennar er saknað daglega. Og mamma mín býr í Danmörku. Tengdamamma var áberandi í sinni vinnu rétt eins og margar aðrar ömmur. En minningar mínar af henni tengjast mest innilegu og persónulegu hliðinni á henni, eins og það að okkar beið kjötsúpa þegar við komum heim til Íslands í frí. Hún var alltaf tilbúin að passa og hjálpa til. Hún sat þolinmóð og kenndi dóttur okkar rímur og kvæði og borgaði píanótímana hennar. Mamma mín er úti í Danmörku og syngur dönsk barnalög eða skáldar sætar sögur í gegnum Skype. Ég get oft útbúið kvöldmat á meðan hún situr og heldur uppi stuðinu í tölvunni. Ég sakna ömmu vegna þess að hún kennir börnunum hluti sem ég hef ekki tíma til eða tök á, veit jafnvel ekkert um. Hún heldur utan um fjölskylduna, man eftir afmælum, skipuleggur sunnudagsmáltíðir þar sem fjölskyldan sest saman til borðs (og hittist kannski aldrei þess utan). Hún segir fréttir af fjölskyldunni, þannig að þegar við hittumst í jólaboðum höfum við fylgst hvert með öðru í gegnum ömmu. Við höfum séð myndir og fréttum af því hvað gerist í lífi barnanna, hvernig þeim gengur í skóla, tilhugalífi, áhugamálum. Það getur verið pirrandi, en almáttugur minn hvað maður saknar þess þegar það hverfur. Mæður okkar, ömmurnar í dag, vinna flestar utan heimilis - en þegar ég hugsa til þeirra minnist ég þeirra vegna heimilislífsins. Þær gæta fjölskyldunnar, tilbúnar til að hjálpa, elda, passa, miðla af reynslu og þekkingu og - fyrir alla ást þeirra. Á mánudaginn á Arnarhóli klöppuðum við fyrir leikskólakennurunum, sem mér þykir mjög virðingarvert. Mér finnst líka að við ættum að klappa fyrir ömmunum. Og ég myndi vilja sjá styttu af Ömmunni. Í alvöru - það voru ömmurnar sem störtuðu þessu öllu og eru það ekki þær sem halda þessu öllu saman?