Óstarfhæf ríkisstjórn Heimir Már Pétursson skrifar 22. ágúst 2010 19:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins. Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ríkisstjórnina óstarfhæfa og hún ráði ekki við Magma-málið með neikvæðum áhrifum á atvinnulífið á Reykjanesi. Enginn meirihluti sé fyrir því á Alþingi að þjóðnýta HS Orku eins og Vinstri grænir virðist vilja. Magma Energy hefur boðið stjórnvöldum forkaupsrétt á hlut sínum í HS Orku og boðist til að stytta þann tíma sem fyrirtækið hefur til nýtingar á orku á Reykjanesi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að hún liti á þetta tilboð sem tilraun fyrirtækisins til sátta við íslenskt samfélag og ætlar að funda með forsvarsmönnum þess í vikunni. Atli Gíslason fulltrúi Vinstri grænna í Iðnaðarnefnd Alþingis sagði hins vegar að þetta tilboð dygði honum ekki. Þótt rannsókn leiddi í ljós að eign Magma á HS Orku væri lögleg, vildi hann samt að ríkið leysti eignir fyrirtækisins til sín. „Þessi staða er auðvitað eitt klúður. Staðan er sú að ríkisstjórnin ræður ekki við þetta mál. Við fáuum misvísandi skilaboð frá stjórnarflokkunum í hverri vikunni á fætur annarri. Magma reynir hvað fyrirtækið getur að teygja sig til iðnaðarráðherrans og ríkisstjórnarinnar með hugmyndir . En það það gengur ekki neitt og málið er í hnút vegna þess að við erum með óstarfhæfa ríkisstjórn," segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni rifjar upp að þingmenn Vinstri grænna hafi greitt atkvæði gegn fjárfestingarsamningi um álver í Helguvík á Alþingi í fyrra, en málið komist í gegn með stuðningi stjórnarandstöðunnar og Samfylkingarinnar. Vinstri grænir reyni enn að bregða fæti fyrir þessa uppbyggingu. „Þannig að þetrta er auðvitað ein leið fyrir Vinstri græna til þess að koma í veg fyrir að þau áform nái fram að ganga," segir formaðurinn. Bjarni segir getuleysi ríkisstjórnarinnar og ósætti innan hennar bitna á atvinnumálum á Reykjanesi og víðar og fæla fjárfesta frá landinu. „Ég hef enga trú á að það sé meirihluti fyrir því að þjóðnýta fyrirtækið," segir Bjarni. Hægt sé að ræða ýmsar leiðir, t.d. að stytta leigutímann. En ríkisstjórnin í landinu hafi engin tök á málinu. „Hún er ekki með neina stefnu í málinu," segir formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fleiri fréttir Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Sjá meira