Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar 25. janúar 2010 15:07 Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar. Henni hefur nú verið frestað öðru sinni, en upphaflegur útgáfudagur samkvæmt lögum um nefndina var 1. nóvember 2009. Nú er stefnan sett á að klára skýrsluna fyrir lok febrúar. „Í því samhengi bið ég ykkur að minnast þess að meginástæðan fyrir því að starfið hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert er að við höfum í rannsóknum okkar fundið fleiri atriði sem við höfum talið okkur þurfa að gera grein fyrir," sagði Páll. Rannsóknarnefndin hefur tekið formlegar skýrslur af 150 manns og rætt jafnframt við nær 300 manns. Tryggvi Gunnarsson, nefndarmaður, sagði að rannsóknin hefði reynst mun umfangsmeiri og á margan hátt mun flóknari en búist hefði verið við. „Ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því að þessi mál, til dæmis bara innan stjórnkerfisins, áttu sér margfalt lengri sögu en það að stjórnarformaður Glitnis gekk inn í Seðlabankann og sagði að Glitnir væri í vandræðum." Rannsóknarnefndin þurfi að draga þessa sögu fram fyrir þingið og almenning, segir Tryggvi. Rannsóknarnefndin hefur víðtækar heimildir til aðgangs að gögnum innan bankanna og stjórnsýslunnar, og kemst í raun fram hjá bankaleynd og þagnarskyldu. Fram kom í máli nefndarmanna í morgun að aldrei hefði eins víðtæk rannsókn átt sér stað á hruni bankakerfis í heiminum öllum. Tryggi segir það staðreynd að þau fyrirtæki sem komi oftast við sögu í aðdraganda bankahrunsins séu í flestum tilvikum farin af sviðinu eða á útleið - þ.e.a.s. gjaldþrota.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira