Tilboð í Búðarhálsvirkjun opnuð í næstu viku 21. ágúst 2010 18:49 Landsvirkjun hyggst standa við þá áætlun að opna tilboð í smíði Búðarhálsvirkjunar í næstu viku, þrátt fyrir að óvissa ríki um fjármögnun. Enn hefur ekki tekist að koma neinum nýjum stórframkvæmdum í gang í landinu eftir efnahagshrunið. Með stöðugleikasáttmálunum, sem undirritaður var fyrir fjórtán mánuðum, hétu stjórnvöld því að blása lífi í efnahagslífið með því að stuðla að stórframkvæmdum eins og Búðarhálsvirkjun, álveri í Helguvík, gagnaveri, samgöngumiðstöð og tvöföldun Suðurlandsvegar. Mun hægar hefur gengið að koma þessum verkefnum af stað, en áformað var. Landsvirkjun bauð þó út smíði Búðarhálsvirkjunar í vor og er gert ráð fyrir að tilboðin verði opnuð næstkomandi fimmtudag. Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að Fjárfestingarbanki Evrópu hefði í síðasta mánuði lokað á lán til framkvæmda við Búðarháls þar sem Icesave-deilan væri óleyst. Talsmaður Landsvirkjunar, Ragna Sara Jónsdóttir, hefur þó sagt að láninu hafi aðeins verið frestað. Hún segir þessa óvissu um fjármögnun ekki koma í veg fyrir að tilboðin í Búðarháls verði opnuð á tilsettum tíma í næstu viku. Landsvirkjun hafi síðan átta vikur til að fara yfir tilboðin og því næst fylgi viðræður við lægstbjóðanda. Hún segir Landsvirkjun vonast til að á meðan takist að tryggja fjármögnun og heldur enn í vonina um að framkvæmdir hefjist við Búðarháls í vetrarbyrjun. Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Landsvirkjun hyggst standa við þá áætlun að opna tilboð í smíði Búðarhálsvirkjunar í næstu viku, þrátt fyrir að óvissa ríki um fjármögnun. Enn hefur ekki tekist að koma neinum nýjum stórframkvæmdum í gang í landinu eftir efnahagshrunið. Með stöðugleikasáttmálunum, sem undirritaður var fyrir fjórtán mánuðum, hétu stjórnvöld því að blása lífi í efnahagslífið með því að stuðla að stórframkvæmdum eins og Búðarhálsvirkjun, álveri í Helguvík, gagnaveri, samgöngumiðstöð og tvöföldun Suðurlandsvegar. Mun hægar hefur gengið að koma þessum verkefnum af stað, en áformað var. Landsvirkjun bauð þó út smíði Búðarhálsvirkjunar í vor og er gert ráð fyrir að tilboðin verði opnuð næstkomandi fimmtudag. Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að Fjárfestingarbanki Evrópu hefði í síðasta mánuði lokað á lán til framkvæmda við Búðarháls þar sem Icesave-deilan væri óleyst. Talsmaður Landsvirkjunar, Ragna Sara Jónsdóttir, hefur þó sagt að láninu hafi aðeins verið frestað. Hún segir þessa óvissu um fjármögnun ekki koma í veg fyrir að tilboðin í Búðarháls verði opnuð á tilsettum tíma í næstu viku. Landsvirkjun hafi síðan átta vikur til að fara yfir tilboðin og því næst fylgi viðræður við lægstbjóðanda. Hún segir Landsvirkjun vonast til að á meðan takist að tryggja fjármögnun og heldur enn í vonina um að framkvæmdir hefjist við Búðarháls í vetrarbyrjun.
Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira